Björn Bragi hættur í Gettu betur

Björn Bragi er hættur sem spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna.
Björn Bragi er hættur sem spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna. mbl.is/Eggert

„Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki,“ skrifar Björn Bragi Arnarsson grínisti á facebooksíðu sína.

Mynd­skeið af Birni Braga fór í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum í gær, en á mynd­skeiðinu sést hann káfa án samþykk­is á klofi 17 ára gam­all­ar stúlku utan klæða. At­vikið átti sér stað á Ak­ur­eyri aðfaranótt sunnu­dags.

„Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógramm sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðin Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður,“ skrifar Björn Bragi.

Hann bætir því við hann hafi átt góð ár í hlutverki spyrils í þættinum, sem muni halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem að honum komi.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert