Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir áhrifin af veikingu krónunnar eiga eftir að birtast frekar í verðbólgu. Þegar þau áhrif séu komin fram á næsta ári muni framhaldið að miklu leyti ráðast af kjarasamningum. Launaþróunin verði ráðandi.
Húsnæðisliðurinn var á tímabili leiðandi í verðbólguþróun.
„Ég tel að hægari hækkun á íbúðamarkaði dugi ekki til að vega á móti áhrifum gengislækkunarinnar og að verðbólgan verði um 3,5% í byrjun næsta árs. Til skemmri tíma hefur gengislækkunin vinninginn,“ segir Jón í umfjöllun um verðbólgumálin í Morgunblaðinu í dag.