Eldfjallafræðingar í Manchester á Englandi hafa þróað nýja gerð myndavélar og aðferðir sem þeir telja að geti m.a. hjálpað við að draga úr áhrifum eldfjallaösku á flugumferð.
Þetta kemur fram í frétt frá Manchester-háskóla. Þróuð var ný gerð myndavélar. Með henni er hægt að mæla magn og hraða öskukorna úr gosmekki. Mælt er samspil öskukornanna við sólarljósið og sérstaklega hvernig þau breyta skautun þess.
Nýja öskumyndavélin AshCam gerir mönnum kleift að rannsaka þetta með einföldum og auðveldum hætti, að því er fram kemur um þessa nýju öskumyndavél í Morgunblaðinu í dag.