„Fórnað á altari“ opinbers reksturs

Landspítalinn háskólasjúkrahús gegnir lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni.
Landspítalinn háskólasjúkrahús gegnir lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni. mbl.is/ÞÖK

Í drögum að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er ekki gert ráð fyrir öðru rekstrarformi en ríkisrekstri innan heilbrigðiskerfisins. Drögin voru kynnt sérfræðilæknum í síðustu viku og furða margir sjálfsætt starfandi læknar sig á vinnubrögðunum við mótun stefnunnar og að þeir hafi ekki verið hafðir með í ráðum frá upphafi.

Í byrjun mánaðarins stóð velferðarráðuneytið fyrir tveggja daga vinnustofu með fulltrúum heilbrigðisstofnana af öllu landinu þar sem kallað var eftir sýn og áherslum inn í stefnumótunarvinnuna. Drögin verða kynnt nk. föstudag og segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki markmið í sjálfu sér að draga úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og að stefnan sé ekki fullsköpuð.

„Þeir sem starfa á sjálfstæðum stofum og sinna þriðjungi heilbrigðisþjónustunnar fyrir sex til sjö prósent rekstrarfjár hennar eru ekki spurðir álits. Við búum í heimi þar sem spítalaþjónusta minnkar stöðugt og færist yfir á göngudeildir, dagdeildir og stofur lækna. Það skýtur skökku við að synda á móti straumnum og fara í öfuga átt,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir, sem starfar bæði hjá hinu opinbera og sjálfstætt.

Hann segir að á síðustu misserum hafi þjónusta sjálfstætt starfandi verið færð yfir til hins opinbera. „Það stefnir í að það verði meira af þessu, ódýrum úrræðum fórnað á altari opinberrar heilbrigðisþjónustu sem gjarnan er dýrari í rekstri. Mér sýnist það vera stefnan að reyna af öllum mætti að leggja niður þjónustu sjálfstætt starfandi sama hversu góð, ódýr eða skilvirk hún er, til þess eins að færa hana á hendur hins opinbera.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka