Það dregur úr hagvexti næstu árin og mun verðbólga ásamt stýrivöxtum hækka. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagspá Landsbankans fyrir tímabilið 2019 til 2021 sem kynnt var í Hörpu í dag.
Gert er ráð fyrir að fram að árinu 2021 muni hægja verulega á vexti einkaneyslunnar og kaupmáttar. Þá telur hagfræðideild bankans líklegt að atvinnuleysi fari vaxandi og muni það færast úr 2,2% á þessu ári í 3% árið 2020.
Verðbólgan mun verða 3,7% prósent á næsta ári samkvæmt spá bankans, en það mun draga örlítið úr henni þegar líður á tímabilið. Hækkun fasteignaverðs á þessu ári og næsta verður aðeins minna en fyrr hefur verið talið eða um 4%. Fasteignaverð mun hins vegar hækka meira 2020 og 2021, eða 6% og 8%.
Þá sagði Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, væntingar stjórnenda í atvinnulífinu verri nú en sáust á tímum efnahagshrunsins. Spáin gerir ráð fyrir samdrætti í atvinnuvegafjárfestingum. Fyrst um sinn -2,8% á næsta ári, -2,4% 2020 og -6,7% 2021.