Einelti innan Pírata veldur úrsögnum

Píratar á fundi.
Píratar á fundi.

Meðvirkni með eineltishrottum og aðför gegn fólki innan flokksins er meðal þess sem hefur átt sér stað innan flokksstarfs Pírata ef marka má orð Rannveigar Ernudóttur, varaborgarfulltrúa Pírata, og Atla Þórs Fanndal, blaðamanns og fyrrverandi pólitísks ráðgjafa Pírata.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að það eigi rætur að rekja til þess þegar Píratar réðu í vor Hans Benjamínsson í stöðu aðstoðarmanns framkvæmdastjóra en ráðið var í stöðuna með tímabundnum verktökusamningi sem gilti til 1. júní, þ.e. fram yfir sveitarstjórnarkosningar 26. maí síðastliðinn.

Eftir kosningar ræddu framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata um þörf og nauðsyn þess að Píratar hefðu tvo starfsmenn og hvort ráða ætti í stöðuna til frambúðar. Úr varð að framkvæmdastjóra var falið að ráða í stöðu aðstoðarmanns og var Hans valinn til að gegna stöðunni á ný.

Frá ráðningunni var gengið án auglýsingar í ágúst. Ráðningarferlið var gagnrýnt af félagsmönnum pírata og ljóst að ekki var einhugur innan framkvæmdaráðs um það hvort nauðsynlegt væri að auglýsa starfið eða ekki. Haldinn var félagsfundur sem lauk með áskorun á framkvæmdarráð um að endurskoða ferlið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert