„Stórskotahríð úr glerhýsi“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Það er gott að Sig­mund­ur Davíð telji sig geta treyst fé­lög­um sín­um í Miðflokkn­um. En geta þau treyst hon­um?“ Þannig hefst pist­ill Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book, þar sem hún hjól­ar í Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formann flokks­ins.

Sig­mund­ur gagn­rýndi rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, VG og Fram­sókn­ar­flokks harðlega á flokks­ráðsfundi Miðflokks­ins um helg­ina og sagði stjórn­ina bæði verk­litla og kjark­lausa.

Ég ætla að leyfa mér að líkja ný­leg­um yf­ir­lýs­ing­um hans við stór­skota­hríð úr gler­hýsi, þegar hann tal­ar um kjark- og verk­leysi annarra. Sami maður og hljóp út úr sjón­varps­viðtali,“ skrif­ar Silja.

Hún bæt­ir því við að Sig­mund­ur hafi sára­sjald­an sést í þingsal þegar hann var for­sæt­is­ráðherra, hafi slitið stjórn­ar­sam­starfi gegn vilja þing­flokks­ins og hlaupið út af flokksþingi þegar hann tapaði kosn­ingu til for­manns.

Maður sem mætti varla til vinnu í heilt ár, en þáði þó laun fyr­ir, get­ur trútt um talað þegar kem­ur að verk­leysi...nei ann­ars, hann var auðvitað ekki verk­laus held­ur upp­tek­inn við að stofna fram­fara­fé­lag og flokk um sjálf­an sig. Já, og safna frí­merkj­um,“ skrif­ar Silja.

Hún seg­ir það vel þekkta aðferð po­púl­ista og ein­ræðis­herra til að ná völd­um að búa til óvini, sem verði aldrei sigraðir. Fólkið verði að styðja „hug­rakka“ for­ingj­ann því ann­ars gæti eitt­hvað hræðilegt gerst.

Miðflokks­menn eru hrifn­ir af hinum „kjarkaða for­ingja“ sín­um. Sum­ir hverj­ir standa jafn­vel í þeirri trú að hann hafi einn og sjálf­ur leiðrétt hús­næðislán Íslend­inga, sem er auðvitað al­ger firra. Þar komu að fjöl­marg­ir sér­fræðing­ar, hinir al­ræmdu emb­ætt­is­menn ým­issa stofn­ana og ráðuneyta sem og auðvitað all­ur þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins. Grasrót Fram­sókn­ar­flokks­ins barðist einnig öt­ul­lega fyr­ir leiðrétt­ingu hús­næðislána á fjöl­mörg­um víg­stöðvum. Ég er svo gapandi hissa að [sic] hverju fólk er til­búið að trúa,“ skrif­ar Silja.

Vissu­lega get­ur Sig­mund­ur Davíð verið hug­mynda­rík­ur en hug­rakk­ur og kjark­mik­ill er hann svo sann­ar­lega ekki.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert