Andstaðan verið „óþarflega heiftúðug“

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

For­stjóri Land­spít­al­ans seg­ir að andstaða við það að upp­bygg­ing Land­spít­al­ans yrði við Hring­braut en ekki ann­ars staðar hafi verið „óþarf­lega heiftúðug“ á köfl­um. Þetta kem­ur fram í föstu­dagspistli Páls Matth­ías­son­ar á vefsíðu Land­spít­al­ans í dag.

„Sem bet­ur fer tókst að virkja öfl­uga banda­menn inn­an og utan spít­al­ans, al­menn­ing jafnt sem kröft­uga ein­stak­linga úr nær öll­um stjórn­mála­flokk­um, sem skilja kall tím­ans í þessu mik­il­væga verk­efni. Upp­bygg­ing­in við Hring­braut er kom­in á fullt skrið og við horf­um til betri tíma í þessu til­liti, þó við ger­um svo sann­ar­lega ráð fyr­ir að næstu ár verði anna­söm og á stund­um tor­fær á fram­kvæmda­tím­an­um,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Páll seg­ist enn­frem­ur í pistl­in­um binda von­ir við inn­leiðingu jafn­launa­vott­un­ar til þess „að bæta kjör þeirra stétta sem við árum sam­an höf­um talað um að sitji hjá garði. „Ég bind sömu­leiðis von­ir við inn­leiðingu Sam­skipta­sátt­mál­ans. Þar er rakið tæki­færi til að gera vinnustaðinn okk­ar betri og spít­al­ann ör­ugg­ari fyr­ir alla. Þessi sátt­máli varð ekki til af sjálfu sér, hann er afrakst­ur vinnu um 700 starfs­manna sem nú ásamt stjórn­end­um og öðru starfs­fólki inn­leiða þetta mik­il­væga verk­efni,“ seg­ir for­stjór­inn enn­frem­ur í pistli sín­um sem lýk­ur á þess­um orðum:

„Þegar ég horfi yfir þessi síðustu ár og skima til þeirra næstu verður það mér æ ljós­ara að eini fast­inn í spít­ala­rekstri er breyti­leik­inn. Þjón­usta við sjúk­linga tek­ur sí­felld­um breyt­ing­um, áskor­an­irn­ar eru enda­laus­ar og stöðug þróun á sér stað á öll­um víg­stöðvum. Árang­ur síðustu ára er sam­starfi okk­ar allra að þakka. Verk­efni næstu ára eru krefj­andi en af reynslu síðustu ára hef ég lært að okk­ur eru all­ir veg­ir fær­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert