Mosatætarinn biðst afsökunar

Pavlichenko segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru.
Pavlichenko segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru. Skjáskot/YouTube

Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem spólaði um og spændi upp mosa á smájeppa sem hann leigði þegar hann var hér á landi í september, hefur beðist afsökunar vegna atviksins. 

Vísir greindi fyrst frá.

„Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Pavlichenko og segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru. 

Pavlichenko segir að meðan á ferð hans og „teymis hans“ hafi staðið hér á landi hafi hópurinn ferðast varlega um íslenska náttúru en enginn í hópnum hafi áttað sig á því að á svæðinu þar sem utanvegaaksturinn hafi átt sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“.

Segir ekkert

„No comment“ var svar Pavlichenko við fyrirspurn Vísis um hvort hann vissi að akstur utan vega væri ólöglegur á Íslandi og þá vildi hann ekki segja hvort hann hefði verið við stýrið í umrætt skipti. 

Atvikið fer á borð lögreglu á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert