„Hjartnæm og alvöruþrungin athöfn“

Guðni Th. Jóhannesson heilsar Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Brigitte eiginkonu …
Guðni Th. Jóhannesson heilsar Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Brigitte eiginkonu hans í París í dag. AFP

„Þetta var bæði hjart­næm og al­vöruþrung­in at­höfn. Það rigndi mikið og var þungt yfir og það gaf viðburðinum svona, rétt­an blæ, fannst mér. Frakk­ar kunna að setja svona at­höfn á svið,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands í sam­tali við blaðamann mbl.is, um mikla at­höfn sem hann sótti í Par­ís í dag, sem hald­in var þess að minn­ast þess að öld er liðin frá lok­um fyrri heims­styrj­ald­ar.

„Macron hélt inni­halds­ríka ræðu um þá vá sem get­ur steðjað að okk­ur öll­um þegar að þjóðremba og illska tek­ur öll völd eins og segja má að gerst hafi í aðdrag­anda fyrri heims­styrj­ald­ar, en um leið nefndi hann að við ætt­um að horfa björt­um aug­um fram á veg og und­ir það má al­veg taka,“ seg­ir for­set­inn, en einnig héldu þau Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands og Ant­onio Guter­res fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna ræðu við upp­haf sér­stakr­ar friðarráðstefnu við Sig­ur­bog­ann í Par­ís í dag.

„Allt var þetta með virðuleg­um og merk­um blæ og í sjálfu sér gam­an að taka þátt í þess­um merka viðburði,“ seg­ir Guðni, en á milli ræðuhalda og viðburða af ýmsu tagi gafst hon­um færi á að ræða við aðra þjóðarleiðtoga.

„Það rigndi mikið og var þungt yfir og það gaf …
„Það rigndi mikið og var þungt yfir og það gaf viðburðinum svona, rétt­an blæ, fannst mér.“ AFP

„Ég átti form­leg­an fund með for­seta Króa­tíu og sat pall­borðsum­ræður með for­set­um Finn­lands, Slóven­íu og aft­ur Króa­tíu. Auk þess er stungið sam­an nefj­um yfir borðum og á göng­um og maður fann vel hvernig hinn nor­ræni streng­ur er sterk­ur. Ég hitti að máli for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og Dan­merk­ur og Finn­lands­for­seta og ræddi líka við for­seta Eist­lands og Lett­lands og þar bar meðal ann­ars á góma vænt­an­lega heim­sókn mína til Lett­lands í næstu viku,“ en Guðni fer í op­in­bera heim­sókn og verður viðstadd­ur er Lett­ar fagna 100 ára sjálf­stæði sínu næstu helgi.

„1918 er svo merkt ár í sögu álf­unn­ar, enda­lok fyrra stríðs og ný­fengið sjálf­stæði margra ríkja, þar á meðal okk­ar auðvitað. Það er margs að minn­ast og ríkt til­efni til þess að minna okk­ur á að við þurf­um að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að tryggja að eins mik­ill harm­leik­ur og fyrri heims­styrj­öld­in end­ur­taki sig ekki,“ seg­ir for­seti Íslands.

Króa­tíu­for­seti prísaði fram­göngu ís­lenskra stjórn­valda

Á fund­in­um með Kolindu Gra­bar-Kit­arović Króa­tíu­for­seta lofaði hún frum­kvæði og fram­göngu Íslands í kynja­jafn­rétt­is­mál­um, að sögn Guðna.

„Við rædd­um einnig um mögu­legt sam­starf ríkj­anna á hinum ýmsu sviðum og Króa­tíu­for­seti lofaði og prísaði fram­göngu ís­lenskra stjórn­valda þegar Króatía lýsti yfir sjálf­stæði árið 1991 og kvað þá við sama tón og hjá for­ystu­fólki og raun­ar al­menn­ingi í Eystra­saltslönd­un­um, þegar maður fer þangað,“ seg­ir for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert