Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist með stuðning 19,8% lands­manna í nýrri könn­un MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 8.-12. nóv­em­ber. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins minnkaði um eitt pró­sentu­stig frá síðustu mæl­ingu sem lauk 22. októ­ber.

Sam­fylk­ing­in mæld­ist með 16,6% fylgi, Miðflokk­ur­inn með 12,1% fylgi og Vinstri græn með 11,5% fylgi, sem er svipað fylgi og flokk­arn­ir þrír mæld­ust með í síðustu könn­un. Pírat­ar töpuðu tæp­lega tveim­ur pró­sentu­stig­um af fylgi sínu frá síðustu könn­un og mæld­ust með 11,3% fylgi.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina fer minnk­andi en 37,9% sögðust styðja rík­is­stjórn­ina nú sam­an­borið við 43,2% í síðustu mæl­ingu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá MMR.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks mæld­ist nú 8,8% og mæld­ist 7,8% í síðustu könn­un.
Fylgi Viðreisn­ar mæld­ist nú 7,8% og mæld­ist 9,9% í síðustu könn­un.
Fylgi Flokks fólks­ins mæld­ist nú 7,3% og mæld­ist 5,9% í síðustu könn­un.
Fylgi annarra flokka mæld­ist 4,7% sam­an­lagt.

Könn­un­in var fram­kvæmd 8.-12. nóv­em­ber 2018 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.048 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert