Draumurinn um Nepal rættist loks eftir 59 ár

Gróa Halldórsdóttir lætur ekkert stoppa sig og fór með hópi …
Gróa Halldórsdóttir lætur ekkert stoppa sig og fór með hópi Íslendinga á fjallið Mardi Himal í Nepal.

„Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal.

Gróa, sem er 69 ára, er hætt á vinnumarkaði og lét annan draum, hliðardraum eins og hún kallar það, rætast þegar hún fór til Indlands þar sem fagnaðarfundir urðu þegar hún hitti barn sem hún hafði lengi styrkt í gegnum Vini Indlands.

Gróa segir að fyrir 20 árum hafi hún átt pantaða ferð til Nepals en sú ferð hafi verið felld niður. „Ferðin núna datt upp í fangið á mér og aðdragandi og undirbúningur fyrir ferðina var frekar stuttur. Ég er heilbrigð og líkamlega hraust en hef ekki stundað fjallaklifur,“ segir Gróa sem segir loftslagsbreytingu vegna hækkunarinnar ekki hafa verið nýtt mál, né að ganga í sex til átta tíma en gerð göngustíganna og klifrið hafi komið henni í opna skjöldu.

Sjá samtal við Gróu um Nepalförina í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert