Fresta orkupakkanum til vors

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor.

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn.

Þetta var haft eftir ráðherra í fréttum RÚV, hann segir þá ekki vera farið að hugsa til þess hvað gerist ef samningurinn verður ekki samþykktur.

Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem lýtur að sameiginlegum orkumarkaði innan Evrópska efnahagssvæðisins, hefur verið umdeildur og ekki ríkispólitísk samstaða um það hvort eigi að innleiða hann.

„Það sem við gerðum í ríkisstjórninni var þetta, vegna þess að það komu fram ýmsar athugasemdir ákváðum við að fresta því að koma fram með málið og höfum fengið til vinnu færustu sérfræðinga meðal annars þá sem hafa haft málefnalegar athugasemdir við málið. Og þannig stendur málið núna,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert