Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar.
Frá þessu er greint á vef á MAST, sem bendir á að samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir megi einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og sem hefur verið heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum MAST.
Hin meintu brot sem kært var fyrir í tengslum við bændamarkaðinn felast í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja afurðirnar á markað án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf.