Veður versnar fram að miðnætti

Viðvaranir eins og stendur. Þær detta út á miðnætti á …
Viðvaranir eins og stendur. Þær detta út á miðnætti á Suður- og Vesturlandi en ekki fyrr en síðdegis á morgun fyrir norðan. Mynd/Skjáskot af Veðurstofunni

Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Hviður eru enn víða í kringum 30 metra. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu, gaf mbl.is upplýsingar.

Á Norðurlandi er enn verulega hvasst sömuleiðis. 30 metra hviður á vestan- og austanverðu Norðurlandinu. Viðvaranir eru í gildi þar til síðdegis þar á morgun og versta veður gengur ekki niður fyrr en um það leyti.

Viðvaranir á Suður- og Vesturlandi detta út upp úr miðnætti: Suðurlandi, Faxaflóa, höfuðborgarsvæði og Breiðafirði. Þær eru áfram þar til á morgun á Norðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert