Hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlög

Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helga Vala Helgadóttir voru gestir …
Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helga Vala Helgadóttir voru gestir í Silfrinu þar sem þriðji orkupakkinn var ræddur. Skjáskot úr Silfrinu

„Ég hélt þetta væri á dag­skrá til að fela fjár­lög­in,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir þing­kona Sam­fylk­ing­ar um þá umræðu sem hef­ur verið í þing­inu um þriðja orkupakk­ann. Helga Vala lét þessi orð falla í þætt­in­um Silfr­inu á RÚV í morg­un og sagði flokk­ana sem hvað mest hafi sig frammi í umræðunni, Miðflokk, Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn­ar­flokk, vera þá sömu og hvað mest hafi staðið gegn nauðsyn­leg­um breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá lands­ins.

„Þeir sem vilja gjarn­an breyta stjórn­ar­skránni, þar hef­ur ein­mitt verið fjallað um að það þurfi að setja auðlind­ir okk­ar skýrt í stjórn­ar­skrá í eigu þjóðar­inn­ar. Það er al­gjört grund­vall­ar­atriði sem við verðum að koma í stjórn­ar­skrána,“ sagði Helga Vala. Þeir tali núna „fjálg­lega um að það þurfi að verj­ast hinu illa í Evr­ópu. „Þarna eru hol­ur hljóm­ur sem að ég átta mig ekki á,“ sagði hún. Sæ­streng­ur sé ekki í umræðunni í þriðja orkupakk­an­um. „Það er önn­ur ákvörðun sem kem­ur til seinna og ef. Það er búið að vera að tala um þetta í 20 ár. Það að leggja sæ­streng kost­ar jafn mikið og að reka ís­lenska ríkið í heilt ár.“ 

Ger­ir at­huga­semd­ir við síðbún­ar at­huga­semd­ir Sig­mund­ar 

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagðist þeirr­ar skoðunar að enn væri nokkr­um spurn­ing­um ósvarað og því hafi ut­an­rík­is­ráðherra tekið þá ákvörðun að fresta fram­lagn­ingu máls­ins.

„Ég verð þó að gera at­huga­semd við síðbún­ar at­huga­semd­ir Sig­mund­ar [Davíðs Gunn­laugs­son­ar  for­manns Miðflokks­ins] við þenn­an samn­ing,“ sagði Páll. „Á því kjör­tíma­bili þegar hann leiddi rík­is­stjórn­ina og flokks­bróðir hans þá og nú Gunn­ar Bragi Sveins­son var ut­an­rík­is­ráðherra, á tveggja ára tíma­bili 2014 og 2015  voru lögð fram 3 minn­is­blöð frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Gunn­ars Braga til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is sem öll áttu það sam­eig­in­legt að kom­ast að þeirri niður­stöðu að þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins væri í fullu sam­ræmi við tveggja stoða kerfið og væri ekki með nein­um hætti að höggva að stjórn­ar­skrá eða  full­veldi Ísland."

Síðan hafi komið álit að minnsta kosti tveggja þing­nefnda, ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar og jafn­vel líka at­vinnu­vega­nefnd­ar sem hafi líka kom­ist að þeirri niður­stöðu um þetta sam­ræmd­ist  tveggja stoða kerfið og vægi ekki að full­veld­inu. Á þeim grund­velli hafi rík­is­stjórn­in samþykkt þetta að orkupakk­inn  verði tek­inn upp í EES lög­gjöf.

„Nú ber ég fulla virðingu fyr­ir því að menn skipti um skoðun og geri það oft sjálf­ur, en menn verða samt að kann­ast við fyrri skoðun,“ sagið Páll. „Við erum á þeim stað núna að taka ákvörðun vegna þess að sett­ur var stjórn­skipu­leg­ur fyr­ir­vari og auðvitað hef­ur Alþingi síðasta orðið.“  Alþingi geti því bæði fellt eða samþykkt málið. „Sig­mund­ur Davíð verður samt að kann­ast við aðdrag­anda þess að málið sé á þeim stað nú.“

„Hef aldrei verið hlynnt­ur þessu“

„Það er alrangt að setja þetta þannig upp að málið hafi með ein­hverj­um hætti verið klárað á sín­um tíma,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

„Sjálf­stæðis­menn hafa oft bent á það með réttu á að aðrir flokk­ar virðist ekki kann­ast við veru sína í rík­is­stjórn. Nú allt í einu eru þeir bún­ir að stein­gleyma þátt­töku sinni í rík­is­stjórn­um und­an­far­inna ára. Þeir hafa setið óslitið frá 2013 og all­an tím­ann farið með ráðuneytið sem orkupakk­inn heyr­ir und­ir, iðnaðarráðuneytið,“ sagði hann.

Iðnráðuneytið sé það ráðuneyti sem hafi yf­ir­sýn yfir áhrif­in af inn­leiðingu orkupakk­ans og það hafi sent Evr­ópu­sam­band­inu at­huga­semd­ir 2014 um að Ísland gæti ekki samþykkt málið óbreytt og þyrfti und­anþágur, en þær hafi ekki verið veitt­ar. „Þá ætl­um við ekki að samþykkja orkupakk­ann,“ bætti hann við.

„Aðkoma minn­ar stjórn­ar var að gera at­huga­semd­ir við og taka fram að við gæt­um ekki inn­leitt hann óbreytt­an,“ bætti hann við og kvaðst ekki kann­ast við að hafa skipt um skoðun varðandi málið. „Ég hef aldrei verið hlynnt­ur þessu, en skal segja hvað sem er, sem ger­ir Sjálf­stæðismönn­um auðveld­ara að koma með í þessa bar­áttu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert