Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Hið rétta sé að orkupakkinn leggi engar skyldur á herðar Íslendinga um neitt slíkt og að skýrt að við ráðum því sjálf hvaða stjórnvald veiti leyfi fyrir sæstreng.
Þetta kemur fram í röð færslna Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur á Twitter, þar sem hún fer yfir nokkrar fullyrðingar sem þeir sem mótfallnir eru orkupakkanum hafa haldið fram.
Því hefur verið haldið fram að þriðji orkupakkinn feli í sér afsal á forræði yfir auðlindinni. Hið rétta er að hann varðar ekki á nokkurn hátt eignarrétt á orkuauðlindum né hvort þær séu nýttar og í hvaða tilgangi. Annars bara létt @logibergmann ✌🏼️
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) 17 November 2018
Þórdís Kolbrún bendir meðal annars á að fjórfrelsi um orkumark hafi gilt hér á landi frá 2003. „Fjórfrelsið og evrópskar samkeppnis- og ríkisstyrkjareglur hafa gilt um íslenskan orkumarkað árum saman.“
Eina leiðin til að losna undan því væri að losna við EES-samninginn, sem sé „yfirlýst markmið þeirra sem harðast berjast gegn orkupakkanum“.
Það blasir við að við höfum ekki þörf fyrir reglug. um millilandaten. við núverandi aðstæður. Þetta hef ég áður sagt. Þ.v. er engin furða að fólk spyrji hvaða þörf sé f þetta mál frá sjónarmiði orkumála. Sú sp er eðlileg, en þetta mál snýst um stóra samhengið &mikilvæga hagsmuni.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) 17 November 2018