Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

Þórdís Kolbrún bendir meðal annars á að fjórfrelsi um orkumark …
Þórdís Kolbrún bendir meðal annars á að fjórfrelsi um orkumark hafi gilt hér á landi frá 2003. mbl.is/Eggert

Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Hið rétta sé að orkupakkinn leggi engar skyldur á herðar Íslendinga um neitt slíkt og að skýrt að við ráðum því sjálf hvaða stjórnvald veiti leyfi fyrir sæstreng.

Þetta kemur fram í röð færslna Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur á Twitter, þar sem hún fer yfir nokkrar fullyrðingar sem þeir sem mótfallnir eru orkupakkanum hafa haldið fram.

Þórdís Kolbrún bendir meðal annars á að fjórfrelsi um orkumark hafi gilt hér á landi frá 2003. „Fjórfrelsið og evrópskar samkeppnis- og ríkisstyrkjareglur hafa gilt um íslenskan orkumarkað árum saman.“

Eina leiðin til að losna undan því væri að losna við EES-samninginn, sem sé „yfirlýst markmið þeirra sem harðast berjast gegn orkupakkanum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert