Tíminn er að hlaupa frá okkur

Á minkabúi.
Á minkabúi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Tím­inn er að hlaupa frá okk­ur. Marg­ir bænd­ur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eft­ir því hvort og þá hver aðkoma rík­is­ins verður.“

Þetta seg­ir Ein­ar Eðvald Ein­ars­son, minka­bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagaf­irði og formaður Sam­bands ís­lenskra loðdýra­bænda, spurður um stöðuna í viðræðum við ríkið um hugs­an­leg­ar aðgerðir til bjarg­ar því sem eft­ir er af loðdýra­rækt­inni í land­inu.

Grein­in er í al­var­legri stöðu vegna verðfalls skinna á heims­markaði. Nokkr­ir minka­bænd­ur hættu í fyrra og fleiri munu þurfa að hætta í haust, að óbreyttu, eða fara í þrot, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­band ís­lenskra loðdýra­rækt­enda hef­ur verið í viðræðum við stjórn­völd frá því ág­úst. For­svars­menn þess hafa óskað eft­ir þriggja ára samn­ingi um aðkomu rík­is­ins, í sam­ræmi við til­lög­ur Byggðastofn­un­ar. Í þeim felst meðal ann­ars fyr­ir­greiðsla um lán til loðdýra­bænda í ár til að fleyta þeim áfram og síðan stuðning­ur við fóður­stöðvar næstu tvö árin.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert