Ör fjölgun háskólamenntaðra

Nemendur í Háskóla Íslands.
Nemendur í Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert

Há­skóla­menntuðum á vinnu­markaði hef­ur fjölgað mjög ört und­an­far­in ár og eru þeir nú rúm­lega þriðjung­ur (37%) af vinnu­afl­inu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vinnu­mála­stofn­un.

Stofn­un­in ger­ir ráð fyr­ir því að hlut­fall há­skóla­menntaðra auk­ist hratt fram til árs­ins 2032. Um 45% kvenna á vinnu­markaði eru með há­skóla­mennt­un og gert er ráð fyr­ir að það hlut­fall muni hækka í 50% árið 2032. Hlut­falls­lega færri karl­ar á vinnu­markaði eru há­skóla­menntaðir eða um 30% og býst Vinnu­mála­stofn­un við því að þetta hlut­fall verði um 35% árið 2032, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Banda­lagi há­skóla­manna.

Um eitt þúsund há­skóla­menntaðir at­vinnu­laus­ir

Sam­tals voru 1.126 há­skóla­menntaðir skráðir án at­vinnu í sept­em­ber síðastliðnum, eða 477 karl­ar og 649 kon­ur. Þeim hef­ur fjölgað nokkuð milli ára en á sama tíma í fyrra voru rétt rúm­lega eitt þúsund há­skóla­menntaðir skráðir án at­vinnu.

At­vinnu­leysi jókst veru­lega meðal há­skóla­menntaðra fyrstu árin eft­ir efna­hags­hrunið en síðan hef­ur dregið jafnt og þétt úr því. Þegar mest var voru 2.452 há­skóla­menntaðir skráðir án at­vinnu hjá Vinnu­mála­stofn­un, eða í júlí 2009.

Síðustu þrjú ár hef­ur fjöldi há­skóla­menntaðra á at­vinnu­leys­is­skrá nán­ast staðið í stað og verið á bil­inu 1.000 til 1.300. Ef at­vinnu­leysi há­skóla­menntaðra á þessu tíma­bili er skoðað eft­ir náms­grein­um kem­ur í ljós að yf­ir­leitt er tæp­lega helm­ing­ur­inn fólk með próf í fé­lags- eða hug­vís­ind­um, þ.e. í lög­fræði, viðskipta­fræði, hag­fræði, fé­lags­fræði, stjórn­mála­fræði, mann­fræði, sagn­fræði, heim­speki, tungu­mál­um eða skyld­um grein­um, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

At­vinnu­lífið hef­ur ekki und­an

Stöðugt og viðvar­andi at­vinnu­leysi meðal há­skóla­menntaðra bend­ir til þess að spurn at­vinnu­lífs­ins eft­ir fólki með slíka mennt­un sé al­mennt minni en fram­boðið. Mik­ill fjöldi út­skrif­ast úr há­skóla­námi á hverju ári og at­vinnu­lífið virðist ekki hafa und­an að skapa störf fyr­ir allt þetta fólk sem hæfa mennt­un þess.

Kort/​mbl.is

Töl­ur um fjölda há­skóla­menntaðra sem vinna störf sem ekki krefjast há­skóla­mennt­un­ar benda í sömu átt, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni. Árið 2017 voru um 15% há­skóla­menntaðra á vinnu­markaði í störf­um sem ekki kröfðust há­skóla­mennt­un­ar en á ár­un­um 1991–2002 var sam­svar­andi hlut­fall á bil­inu 6–9% og 9–12% á ár­un­um 2003 til 2012. Þetta fólk er ekki að nýta mennt­un sína og sérþekk­ingu í starfi og þar með má segja að fjár­fest­ing bæði ein­stak­linga og hins op­in­bera í há­skóla­mennt­un fari með viss­um hætti í súg­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert