Bílastæðin á 60-70 þúsund kr. á mánuði

Hafnartorg í Reykjavík. Bílakjallarinn verður opnaður um áramótin.
Hafnartorg í Reykjavík. Bílakjallarinn verður opnaður um áramótin.

Íbúum, starfs­mönn­um og gest­um á Hafn­ar­torgi í Reykja­vík bjóðast ýms­ar út­færsl­ur á bíla­stæðal­eigu.

ÞG Verk bygg­ir Hafn­ar­torg. Þar verða um 70 íbúðir og sjö þúsund fer­metr­ar af skrif­stofu­hús­næði. Áformað er að opna bíla­kjall­ar­ann und­ir Hafn­ar­torgi um ára­mót­in.

Örn Tryggvi Johnsen, rekstr­ar­stjóri hjá ÞG Verk, seg­ir í boði að leigja svo­nefnd kvöld- og næt­ur­stæði á 12-15 þúsund á mánuði.

„Að sama skapi geta starfs­menn í skrif­stof­um og versl­un­um leigt dag­passa. Það er ekki búið að ákveða verðskrána en þeir verða á 18-20 þúsund. Þeim sem vilja kaupa sól­ar­hringspassa mun standa það til boða og verður hann lík­lega á 25 þúsund krón­ur. Ef viðkom­andi vill hins veg­ar leigja sér­merkt stæði höf­um við um 30 slík stæði. Verðið á þeim verður á bil­inu 60 til 70 þúsund.

Það fylg­ir öll þjón­usta með þess­um stæðum en það er ekki gert ráð fyr­ir raf­hleðslu eða neinu slíku.“

Örn Tryggvi seg­ir aðspurður að þessi leiga end­ur­spegli bygg­ing­ar­kostnað stæðanna.

„Við ger­um ráð fyr­ir að bygg­ing­ar­kostnaður stæðanna sé 9-10 millj­ón­ir á stæði,“ seg­ir Örn Tryggvi og bend­ir á að við áætl­un húsa­leigu sé al­gengt að nota marg­fald­ar­ann 120-160. Marg­feldið vís­ar til hlut­falls leigu­verðs af stofn­kostnaði fast­eign­ar­inn­ar.

Ýmis kostnaður innifal­inn

„Við erum að miða við marg­fald­ara sem er í kring­um 150. Inni í því er all­ur rekstr­ar­kostnaður. Leigj­andi greiðir ekki hús­fé­lags­gjald af bíla­kjall­ar­an­um, held­ur er það tekið með í reikn­ing­inn. Þá er rekstr­ar­kostnaður á stæðunum í leigu­verðinu,“ seg­ir Örn Tryggvi. Hann seg­ir að al­mennt fylgi bíla­stæði ekki með íbúðunum.

Hann bend­ir á að hægt sé að leigja bíla­stæðin til langs tíma.

„Al­mennt ger­um við ráð fyr­ir að íbú­ar vilji frek­ar vera í al­menn­um stæðum, rétt eins og al­gengt er með fólk sem býr í miðborg­inni. Það er ljóst að það verður nóg af slík­um stæðum í þess­um kjall­ara, sér­stak­lega á kvöld­in og nótt­unni. Auðvitað geta komið álag­stopp­ar en heilt yfir á fjöldi bíla­stæða að anna eft­ir­spurn,“ seg­ir Örn Tryggvi og bend­ir aðspurður á að al­menn­ings­sam­göng­ur séu óvíða betri en í miðborg­inni.

„Það fylg­ir eðli­lega þeirri ákvörðun að ætla að búa í miðborg­inni að hafa aðrar hug­mynd­ir eða gera aðrar kröf­ur um bíla­stæði eða sam­göngu­máta en í út­hverf­um.“

Ætl­un­in er að bíla­kjall­ar­inn und­ir Hafn­ar­torgi verði tengd­ur við bíla­kjall­ar­ann und­ir Aust­ur­höfn og við Hörpu. Örn Tryggvi seg­ir áformað að teng­ing við Hörpukjall­ar­ann verði til­bú­in seint í vor. Hins veg­ar sé ekki víst hvenær bíla­kjall­ari und­ir fyr­ir­huguðum höfuðstöðvum Lands­bank­ans verður opnaður.

Alls verða um 240 bíla­stæði und­ir Hafn­ar­torgi og Geirs­götu og alls 1.127 stæði í kjall­ar­an­um í heild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert