Ekki kaupa óþarfa hluti

„Við ættum ekki að vera að kaupa hluti fyrir peninga sem við þurfum jafnvel að fá að láni til að ganga í augun á fólki sem við þekkjum ekki einu sinni,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Mikilvægt sé að kaupa ekki hluti sem séu mögulega óþarfir.

Hann segir að hlutverk „Svarts föstudags“ sé fyrst og fremst að ýta jólaversluninni af stað og því fyrr sem það gerist því meiri fjármunum eyði almenningur í kringum hátíðarnar. 

Óeðlileg verðmyndun til skoðunar

Breki segir að samtökunum hafi borist myndir að undanförnu þar sem sjáist að verð í verslunum hafi verið hækkuð tímabundið til þess eins að geta verið á miklum afslætti í kringum „Svartan föstudag“. „Það eru náttúrlega viðskiptahættir sem eiga ekki að líðast,“ segir Breki í samtali við mbl.is í tilefni dagsins.

Töluverður erill var í verslun Elko í Lindum fyrir hádegi og bílaplanið við Kringluna var þétt skipað. Hinsvegar var ekki að sjá æsing af því tagi sem oft sést erlendis í kringum þennan stóra verslunardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert