Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að skilja engin sjáanleg verðmæti eftir í bifreiðum sínum en búast megi við kaupgleði landsmanna í tilefni af svörtum föstudegi.
„Í dag er svokallaður svartur föstudagur. Í tilefni hans bjóða margar verslanir upp á ýmis sértilboð og verulega afslætti á vörum sínum. Svo það má væntanlega búast við mikilli verslun vegna þessa í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill af því tilefni brýna fyrir fólki að skilja engin sjáanleg verðmæti eftir í ökutækjum sínum. Það gæti klárlega freistað þjófa. Það er ekki flóknara,“ segir í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.