„Kynbundið ofbeldi nær en margur heldur“

Um 200 manns lögðu leið sína í gönguna.
Um 200 manns lögðu leið sína í gönguna. mbl.is/Eggert

„Stund­um er nóg að sýna sam­stöðu og sam­kennd með því að trúa þolend­um kyn­bund­ins of­beld­is en til­gang­ur ljósa­göng­unn­ar í ár er að hlustað sé á þolend­ur of­beld­is,“ seg­ir Arna Gríms­dótt­ir, stjórn­ar­formaður UN Women á Íslandi. 

Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykja­vík­ur í dag og tók þátt í ár­legri ljósa­göngu UN Women, til að vekja at­hygli á kyn­bundnu of­beldi. Þá var Harp­an lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beld­is. Gang­an er hald­in í til­efni af bar­áttu­degi Sam­einuðu þjóðanna gegn kyn­bundnu of­beldi.

Sigrún Sif Jó­els­dótt­ir flutti hug­vekju og var meðal þeirra sem leiddu göng­una en hún tók þátt í her­ferð UN Women á Íslandi Kyn­bundið of­beldi er nær en þú held­ur. Í mynd­bandi her­ferðar­inn­ar sem fór eins og eld­ur um sinu net­heima kom Sigrún ekki fram und­ir nafni en lánaði her­ferðinni sögu sína, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

„Sigrún Sif hélt ákall um aðstæðurn­ar sem hún lenti í og hún biðlaði til fólks að hlusta. Í mörg ár var barðist hún fyr­ir því að henni væri trúað,“ seg­ir Arna. 


 

Stuttu síðar steig hún fram til að und­ir­strika þau skila­boð að kyn­bundið of­beldi er nær en marg­ur held­ur. Sigrún Sif er jafn­framt ein kvenn­anna í hópn­um Met­oo fjöl­skyldu­tengsl og leiddi Ljósa­göngu UN Women í ár ásamt  Olgu Ólafs­dótt­ur, Hjör­dísi Svan og Hildi Björk Hörpu­dótt­ir í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kyn­bundið of­beldi.

Dag­ur­inn mark­ar upp­haf 16 daga átaks gegn kyn­bundnu of­beldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum fé­laga­sam­tök­um á Íslandi eru í for­svari fyr­ir. Því munu sam­tök­in leggja sitt af mörk­um og vekja at­hygli á kyn­bundnu of­beldi næstu 16 dag­ana og birta viðtöl við þolend­ur. 

Gengið var frá styttu Ing­ólfs Arn­ar­son­ar á Arn­ar­hóli suður að Lækj­ar­götu og upp Amt­manns­stíg að Bríet­ar­torgi, þar sem boðið var upp á heitt kakó og Skóla­kór Kárs­ness flutti söng­atriði. 

Sigrún Sif leiddi Ljósagönguna í ár og hélt hugvekju.
Sigrún Sif leiddi Ljósa­göng­una í ár og hélt hug­vekju. mbl.is/​Eggert



Kertaljós voru tendruð í miðbænum í dag.
Kerta­ljós voru tendruð í miðbæn­um í dag. mbl.is/​Eggert
Appelsínugulur litur var áberandi í göngunni.
App­el­sínu­gul­ur lit­ur var áber­andi í göng­unni. mbl.is/​Eggert
mbl.is/​Eggert
mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert