„Kynbundið ofbeldi nær en margur heldur“

Um 200 manns lögðu leið sína í gönguna.
Um 200 manns lögðu leið sína í gönguna. mbl.is/Eggert

„Stundum er nóg að sýna samstöðu og samkennd með því að trúa þolendum kynbundins ofbeldis en tilgangur ljósagöngunnar í ár er að hlustað sé á þolendur ofbeldis,“ segir Arna Grímsdóttir, stjórnarformaður UN Women á Íslandi. 

Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag og tók þátt í árlegri ljósagöngu UN Women, til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi. Þá var Harpan lýst upp í app­el­sínu­gul­um lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beld­is. Gangan er haldin í tilefni af baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Sigrún Sif Jóelsdóttir flutti hugvekju og var meðal þeirra sem leiddu gönguna en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína, að því er segir í fréttatilkynningu. 

„Sigrún Sif hélt ákall um aðstæðurnar sem hún lenti í og hún biðlaði til fólks að hlusta. Í mörg ár var barðist hún fyrir því að henni væri trúað,“ segir Arna. 


 

Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en margur heldur. Sigrún Sif er jafnframt ein kvennanna í hópnum Metoo fjölskyldutengsl og leiddi Ljósagöngu UN Women í ár ásamt  Olgu Ólafs­dótt­ur, Hjör­dísi Svan og Hildi Björk Hörpu­dótt­ir í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi.

Dag­ur­inn mark­ar upp­haf 16 daga átaks gegn kyn­bundnu of­beldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum fé­laga­sam­tök­um á Íslandi eru í for­svari fyr­ir. Því munu samtökin leggja sitt af mörkum og vekja athygli á kynbundnu ofbeldi næstu 16 dagana og birta viðtöl við þolendur. 

Gengið var frá styttu Ing­ólfs Arn­ar­son­ar á Arnarhóli suður að Lækj­ar­götu og upp Amt­manns­stíg að Bríet­ar­torgi, þar sem boðið var upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flutti söngatriði. 

Sigrún Sif leiddi Ljósagönguna í ár og hélt hugvekju.
Sigrún Sif leiddi Ljósagönguna í ár og hélt hugvekju. mbl.is/Eggert



Kertaljós voru tendruð í miðbænum í dag.
Kertaljós voru tendruð í miðbænum í dag. mbl.is/Eggert
Appelsínugulur litur var áberandi í göngunni.
Appelsínugulur litur var áberandi í göngunni. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert