Fjárfest fyrir 5,8 milljarða

Morgunblaðið/Ernir

Frá 2006 hefur Íslandspóstur (ÍSP) varið rúmlega 5,8 milljörðum króna í fjárfestingar í fasteignum, lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 milljónir króna verið seldar. Nettófjárfesting á tímabilinu er því rúmir fimm milljarðar króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er vísað ársskýrslur ÍSP frá árinu 2006 til dagsins í dag.

Frá árinu 2014 hefur stöðugildum ÍSP fjölgað um tæplega níutíu, þar af um rúmlega fjörutíu milli áranna 2016 og 2017, og launakostnaður hækkað um 1,4 milljarða króna.

„Nýverið fór ÍSP fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá íslenska ríkinu til að koma í veg fyrir að fyrirtækið færi í þrot. Viðskiptabanki ÍSP hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Í september var tilkynnt um að lána ætti ÍSP 500 milljónir vegna bágrar rekstrarstöðu sem rekja mætti til samdráttar í tekjum af alþjónustu,“ segir í frétt Fréttablaðsins en hana er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert