Forsetinn tekur á móti þingmönnum

Sitjandi þingmönnum og mökum er boðið til kvöldverðar forseta Íslands …
Sitjandi þingmönnum og mökum er boðið til kvöldverðar forseta Íslands í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Hin árlega þingmannaveisla forseta Íslands fyrir Alþingi fer fram á Bessastöðum í kvöld. Um er að ræða kvöldverðarboð forsetahjóna Íslands fyrir alþingismenn og maka þeirra sem fer venjulega fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna fullveldishátíðar sem fer fram á laugardaginn nk. í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.

Á gestalistanum fyrir boðið á Bessastöðum eru sitjandi þingmenn ásamt mökum þeirra og hefst það kl. 18:30. Gert er ráð fyrir því að þingmenn ferðist þangað saman í rútum.

Áður en lagt verður af stað til Bessastaða er þingmönnum og fyrrverandi þingmönnum boðið í móttöku í skála Alþingis sem hefst kl. 17:00.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort að allir þingmenn komi til með að mæta í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar dagsins um Klaustursupptökurnar svokölluðu og þeirrar hörðu gagnrýni sem þeir þingmenn sem þar koma við sögu hafa orðið fyrir í dag.

Heimildir fréttastofu herma að boðið verði upp á léttvín í móttökunni á Alþingi en ekki sterkt vín. Engar upplýsingar fengust um dagskránna eða matseðilinn á Bessastöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert