Hætt við sameiningu WOW og Icelandair

Fallið hef­ur verið frá kaup­um Icelanda­ir Group á Wow air en kaup­samn­ing­ur var und­ir­ritaður 5. nóv­em­ber sl. Þetta er sam­eig­in­leg niðurstaða beggja aðila. Svo seg­ir í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar frá Icelanda­ir. Í pósti til starfs­fólks WOW air boðar Skúli Mo­gensen til fund­ar með starfs­mönn­um klukk­an 10. 

Hann seg­ist aldrei hafa farið leynt með þá skoðun sína að WOW air yrði áfram rekið sem sjálf­stætt flug­fé­lag og það sé ná­kvæm­lega það sem unnið sé að. Hann seg­ist von­ast til þess að geta greint starfs­fólki sínu frá fleir­um góðum frétt­um á næst­unni. 

Í til­kynn­ingu 26. nóv­em­ber sl. greindi Icelanda­ir Group hf. frá því að ólík­legt væri að all­ir fyr­ir­var­ar í kaup­samn­ingi um kaup fé­lags­ins á Wow air yrðu upp­fyllt­ir fyr­ir hlut­hafa­fund fé­lags­ins sem hald­inn verður á morg­un. Staðan er óbreytt hvað þetta varðar. Því er ólík­legt að stjórn Icelanda­ir Group geti mælt með því við hlut­hafa fé­lags­ins að þeir samþykki kaup­samn­ing­inn. Þá hef­ur stjórn ekki í hyggju að leggja til við hlut­hafa­fund til­lögu um að fresta ákv­arðana­töku um kaup­samn­ing­inn.

Í ljósi þess­ar­ar stöðu er það sam­eig­in­leg niðurstaða beggja aðila að falla frá fyrr­nefnd­um kaup­samn­ingi.

Hlut­hafa­fund­ur Icelanda­ir Group verður hald­inn föstu­dag­inn 30. nóv­em­ber eins og áður hef­ur verið aug­lýst. Á fund­in­um ligg­ur fyr­ir til­laga um heim­ild stjórn­ar til að auka hluta­fé Icelanda­ir Group.

Bogi Nils Boga­son, starf­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu:
„Fyr­ir­huguð kaup Icelanda­ir Group á flug­fé­lag­inu Wow air munu ekki ganga eft­ir. Stjórn og stjórn­end­ur beggja fé­laga hafa unnið að þessu verk­efni af heil­um hug. Niðurstaðan er vissu­lega von­brigði. Stjórn­end­um WOW air færi ég þakk­ir fyr­ir mjög gott sam­starf í þessu verk­efni síðustu vik­ur. Jafn­framt ósk­um við eig­end­um og starfs­fólki fé­lags­ins alls hins besta.“

Skúli Mo­gensen, for­stjóri og stofn­andi Wow air, seg­ir í til­kynn­ingu:
„Það var ljóst strax í upp­hafi að það var metnaðarfullt verk­efni að klára alla fyr­ir­vara við kaup­samn­ing­inn á þetta skömm­um tíma. Við þökk­um stjórn­end­um Icelanda­ir Group fyr­ir sam­starfið í þessu krefj­andi verk­efni og ósk­um sömu­leiðis stjórn­end­um og starfs­fólki Icelanda­ir Group alls hins besta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert