Standi utan orkulöggjafar ESB

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég get ekki séð að það skipti sam­starfsþjóðir okk­ar nokkru máli þó að við stæðum utan reglu­verks­ins um orku­mál. Þrátt fyr­ir að vera hlut­falls­lega stór­ir fram­leiðend­ur er markaður­inn hér ör­markaður í stóra sam­heng­inu, markaður sem skipt­ir ekki aðra en okk­ur máli m.a. ann­ars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengj­ast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður.“

Þetta seg­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem til stend­ur að inn­leiða hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn. Málið hef­ur mætt mik­illi and­stöðu, ekki síst inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Skoðana­könn­un sem fyr­ir­tækið Maskína gerði fyr­ir Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um, síðasta vor sýndi yfir 90% stuðnings­manna flokks­ins and­víga því að fram­selja frek­ara vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um til evr­ópskra stofn­ana. Þá ályktaði lands­fund­ur flokks­ins um málið á svipuðum nót­um í mars. Fleiri þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa áður lýst efa­semd­um um þriðja orkupakk­ann. Þar á meðal Óli Björn Kára­son, Njáll Trausti Friðberts­son og Har­ald­ur Bene­dikts­son.

Áhyggj­ur af þriðja orkupakk­an­um eðli­leg­ar

Sjálf­bær nýt­ing nátt­úru­auðlinda er okk­ur Íslend­ing­um hlut­falls­lega mik­il­væg­ari en öðrum þjóðum og þess vegna eðli­legt að umræður verði krefj­andi. [...] Það er því eðli­legt að marg­ir hafi áhyggj­ur þegar þeir telja að inn­leiðing reglu­verks ESB geti haft tak­mark­andi áhrif á ákv­arðana­töku okk­ar um skipu­lag þess­ara mála til lengri framtíðar og mögu­lega kallað fram hækk­un á raf­orku­verði til heim­ila og al­menns fyr­ir­tækja­rekstr­ar í land­inu.“ Talið hafi verið hag­kvæmt á sín­um tíma að inn­leiða fyrsta og ann­an orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins en þróun reglu­verks þess í orku­mál­um hafi ekki verið fyr­ir­séð.

„Ekk­ert af því sem þar var gert hefðum við ekki getað inn­leitt sjálf, eins og til að mynda að skapa grund­völl fyr­ir op­inn markað og sam­keppni í fram­leiðslu og sölu á raf­magni. Það höf­um við gert í sjáv­ar­út­vegi með því að hafa markað fyr­ir veiðileyfi og frjálsa sölu á sjáv­ar­af­urðum. Við þurft­um ekki ESB til að segja okk­ur fyr­ir verk­um í þeim efn­um og ár­ang­ur okk­ar er stór­kost­leg­ur borið sam­an við ár­ang­ur annarra þjóða,“ seg­ir Jón en fyrr á ár­inu sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að orku­mál Íslend­inga væru ekki mál sem ættu að heyra und­ir innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hefði ekki átt að samþykkja pakka eitt og tvö

Eft­ir á að hyggja hefði fyr­ir vikið verið skyn­sam­legt að Íslend­ing­ar þróuðu eigið reglu­verk í þess­um efn­um til þess að gæta hags­muna lands­manna og fyr­ir­tækja í land­inu. Grund­vall­ar­spurn­ing­in væri hvort Ísland ætti eitt­hvað er­indi í sam­starf um orku­mál við ná­grannaþjóðirn­ar. „Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar af­leiðing­arn­ar eru eins óljós­ar og raun ber vitni og þá ekki síst með til­liti til þess að nú þegar er verið að und­ir­búa 4. orkupakk­ann? Ef við síðar tök­um þá ákvörðun að tengja Ísland með raf­orkusæ­streng til Evr­ópu er auðvitað allt önn­ur staða uppi og eðli­legt að þá þurfi að sam­ræma regl­ur hér þeim regl­um sem gilda á því markaðssvæði.“

Til­laga Jóns í mál­inu sé ein­föld: „Setj­umst niður með viðsemj­end­um okk­ar og för­um yfir mál­in á þess­um grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sak­ir standa, sér­staka hags­muni af því að við inn­leiðum regl­ur ESB um orku­mál. Fyr­ir Norðmenn er málið mik­il­vægt, því þeir eiga í mikl­um og að þeirra mati ábata­söm­um viðskipt­um við Evr­ópu­lönd vegna sölu á raf­orku. Í mín­um huga er þetta ein­falt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flókn­ari en virðist við fyrstu sýn, það kem­ur þá í ljós þegar á reyn­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert