„Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona“

Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar.
Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Aðför að fatlaða lík­ama mín­um sem dýrs­leg­um er ekki bara það „að gera grín að fötluðum“. Það er birt­ing­ar­mynd kven­fyr­ir­litn­ing­ar og fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ing­ar.“

Þetta er meðal þess sem Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður og bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um fatlaðra, skrif­ar á Face­book-síðu sína. Þing­menn­irn­ir sem sam­an voru komn­ir á Klaust­ur bar í síðustu viku hædd­ust meðal ann­ars að Freyju. Einn þeirra hermdi m.a. eft­ir hljóði í sel í níðtal­inu um Freyju.

„Um er að ræða fyr­ir­litn­ingu sem á sér djúp­ar sögu­leg­ar ræt­ur og end­ur­spegl­ar æva­göm­ul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri mann­eskj­um,“ skrif­ar Freyja. „Það í sam­hengi við niðrandi umræðu um út­lit og kynþokka kvenna er kven­fjand­sam­legt. Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sund­ur og verið stund­um fötluð og stund­um kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.“

Freyja seg­ir að sín fyrstu viðbrögð við hat­ursorðræðu þing­manna Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins í gær­morg­un hafi verið að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnu­dag­inn sinn. „En ég hélt auðvitað ekk­ert áfram með dag­inn minn að neinu ráði - þetta hef­ur tekið sinn toll líkt og allt of­beldi ger­ir. Eft­ir að hafa hugsað mikið um þetta, rætt við kær­leiks­ríkt sam­starfs­fólk, tekið við slatta af ást í gegn­um sam­fé­lags­miðla, grátið tölu­vert, verið kaf­færð í faðmlög­um frá vin­um og fjöl­skyldu og fylgst með umræðunni eins og hjartað mitt og tauga­kerfi þolir er eitt og annað sem ég ætla að segja.

Freyja skrif­ar að þó að hatrið bein­ist að per­són­um er al­vara máls­ins sú að um kerf­is­bundið hat­ur er að ræða. „Það bein­ist harðast að kon­um. Hinseg­in fólki. Fötluðu fólki. Karl­mönn­um sem ein­hvern veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­mynd­ir um (skaðlega) karl­mennsku. Það er hvorki til­vilj­un né eins­dæmi að akkúrat þess­ir hóp­ar séu viðfang orðaníðs fólks með mik­il for­rétt­indi. Það er alltumlykj­andi - alltaf.

Gerend­ur í þessu til­viki eru vald­haf­ar. Al­veg óháð því hvar gerend­ur eru í valda­stig­an­um er of­beldi af þeirra hálfu al­var­legt. Það er hins­veg­ar sér­stak­lega hættu­legt þegar fólk í valda­stöðum viðhef­ur hat­ursorðræðu. Í fyrsta lagi vegna þess að það set­ur for­dæmi og hef­ur vald til þess að normalisera orðræðu og of­beld­is­menn­ingu. Ef Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, má tala svona, þá hljóta all­ir að mega það. Í öðru lagi vegna þess að hat­ursorðræða af­hjúp­ar viðhorf vald­hafa sem við höf­um kosið og treyst til þess að reka sam­fé­lagið okk­ar og taka mik­il­væg­ar ákv­arðanir um hagi okk­ar. Ef þing­menn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki mann­eskj­ur er ekki furða að það taki ákv­arðanir um líf fatlaðs fólks byggt á ein­hverju allt öðru en mann­rétt­inda­skuld­bind­ing­um. Í þriðja lagi vegna þess að rann­sókn­ir og reynsl­an sýn­ir okk­ur að hat­ursorðræða vald­hafa hef­ur bein áhrif á tíðni hat­urs­glæpa.“

Freyja seg­ir að eina leiðin til að biðjast af­sök­un­ar af trú­verðug­leika og auðmýkt sé að gang­ast við gjörðum sín­um og taka ábyrgð með því að segja af sér.

Færsla Freyju í heild hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert