Forsætisnefnd fjallar um ummælin

Forsætisnefnd Alþingis skipa: Jón Þór Ólafsson 5. varaforseti, Þórunn Egilsdóttir …
Forsætisnefnd Alþingis skipa: Jón Þór Ólafsson 5. varaforseti, Þórunn Egilsdóttir 4. varaforseti, Þorsteinn Sæmundsson 3. varaforset, Þorsteinn Víglundsson áheyrnarfulltrúi, Inga Sæland áheyrnarfulltrúi, Guðjón S. Brjánsson 1. varaforseti, Steingrímur J. Sigfússon forseti, Brynjar Níelsson 2. vraaforseti og Bryndís Haraldsdóttir 6. varaforseti. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson

Forsætisnefnd Alþingis mun fjalla um upptökuna þar sem heyra má niðrandi um­mæli og háttsemi þing­manna­hóps sem hafa verið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum. Frá þessu greinir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Twitter-aðgangi sínum. 

„Fréttir af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum eru sláandi. Forsætisnefnd Alþingis fer yfir málið,“ segir Katrín meðal annars í færslu sinni. Þá segir hún einnig mikilvægt að Alþingi grípi til aðgerða. 

Við sem samfélag þurfum að taka á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ skrifar Katrín jafnframt. Hún tjáir sig einnig um málið á Facebook þar sem hún segir þau orð sem komu úr munni þingmannana vera ótrúleg og dapurleg. „Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna,“ segir í Facebook-færslu Katrínar. 

Í forsætisnefnd sitja forseti Alþingis og varaforsetar, sjö talsins, auk tveggja áheyrnarfulltrúa. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að setja almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu. Þá fjallar nefndin einnig um þau má sem forseti leggur fyrir hana eða varaforsetar óska að ræða.  

Í færslu Katrínar kemur ekki fram hvenær nefndin muni funda um málið en fastur fundartími nefndarinnar er á mánudögum klukkan 11.45. 

 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert