Fjölmiðlar fara mannavillt

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fjöl­miðlar hafa að rang­lega eignað mér setn­ingu úr upp­tök­unni sem svo mjög hef­ur verið í frétt­um að und­an­förnu. Þar fara þeir ein­fald­lega manna­villt og von­andi kemst það álíka vel til skila eins og upp­slátt­ur­inn um það sem ég átti að hafa sagt um Eygló Harðardótt­ur,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Karli Gauta Hjalta­syni alþing­is­manni.

Bætt við 2. des­em­ber klukk­an 8:37

Ef þetta er rétt, það er að Stund­in hafi birt ranga frétt og lagt Karli Gauta orð í munn, þá biðst mbl.is af­sök­un­ar á því að hafa birt frétt byggða á röng­um upp­lýs­ing­um. Frétt­in hef­ur ekki verið leiðrétt á vef Stund­ar­inn­ar en þar er hægt að hlusta á upp­tök­una af sam­tali þing­mann­anna. 

„Upp­tak­an er afar óskýr en það vefst samt ekki fyr­ir fjöl­miðlum að greina ann­ars veg­ar hvað er sagt og hins veg­ar hver talaði. Sjálf­ur get ég hvor­ugt eft­ir að hafa marg­hlustað á þetta brot úr upp­tök­unni. Ég þekki hins veg­ar mitt orðfæri og mína rödd. Þessi orð voru ekki mín og sú rödd sem tal­ar er það ekki held­ur.

Það er ekki hægt að gera at­huga­semd­ir við að fjöl­miðlar birti efni úr upp­töku af þessu tagi úr því að hún er til. Það er hins veg­ar mik­il­vægt að þeir nálg­ist slíka end­ur­sögn af var­færni og lág­marks­krafa er að þeir viti ná­kvæm­lega hver sagði hvað þegar þeir velja sér upp­sláttar­fyr­ir­sagn­ir um ein­stak­ar setn­ing­ar.

Mér þykir leitt að hafa setið þenn­an fund alltof lengi en sjálf­ur lagði ég ekk­ert það orð í belg sem tal­ist get­ur siðferðis­lega ámæl­is­vert. Ákvörðun stjórn­ar Flokks fólks­ins mun engu breyta um áhersl­ur mín­ar í áfram­hald­andi störf­um mín­um sem þingmaður. Ég gaf kjós­end­um mín­um fyr­ir­heit um áhersl­ur og við þau mun ég standa,“ seg­ir enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ingu sem þingmaður­inn hef­ur sent frá sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert