Hagstofa Ísalands og Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman myndskeið þar sem farið er yfir breytingar á Íslandi í 100 ár. Lífslíkur Íslendinga hafa aukist umtalsvert eða um 26 ár hjá konum og 28 ár hjá körlum. Árið 1918 voru lífslíkur karla aðeins tæplega 53 ár og um 58 ár hjá konum.
Á vef SA segir:
„Hundrað ára ferðalag bjartsýnnar þjóðar hófst á þessu dramatíska ári. Frostaveturinn mikli þjarmaði að landsmönnum, ísbirnir gengu á land, Katla gaus og spænska veikin lagði um 500 Íslendinga að velli.“