„Hjáseta í hnífaköstum“

Ólafur Ísleifsson, þingmaður.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólaf­ur Ísleifs­son seg­ist ekki gera lítið úr mis­tök­um sem hann gerði en hann hafi yf­ir­gefið sam­kvæmið þegar hann sá að í óefni stefndi. 

„Ákvörðun stjórn­ar Flokks fólks­ins um að reka okk­ur Karl Gauta Hjalta­son alþing­is­mann úr flokkn­um kem­ur á óvart. Ég geri ekki lítið úr þeim mis­tök­um mín­um að sitja þegj­andi und­ir þeim ljótu orðum sem féllu þetta kvöld á veit­inga­húsi. Ég vek hins veg­ar at­hygli á því að í um­fjöll­un fjöl­miðla hafa ekki verið rak­in til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðis­lega ámæl­is­verð eða nei­kvæð í garð nokk­urs manns. Ég yf­ir­gaf þetta sam­kvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi. Þetta hefði ég átt að sjá fyrr og fara fyrr. Kem­ur spánskt fyr­ir sjón­ir að nær­vera mín, en um leið hjá­seta í hnífa­köst­um þessa orðljóta sam­kvæm­is, þyki gild ástæða til brottrekst­urs úr stjórn­mála­flokki.

Með þess­ari stjórn­ar­ákvörðun sýn­ast ný viðmið verið sett í Flokki fólks­ins. Von­andi er að þeir sem eft­ir eru stand­ist þær siðferðis­kröf­ur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég ótt­ast að ákvörðun stjórn­ar­inn­ar muni eft­ir á að hyggja þykja illa ígrunduð. Með þátt­töku minni í þessu sam­sæti gerði ég ámæl­is­verð mis­tök sem ég biðst af­sök­un­ar á. Ákvörðunin um brottrekst­ur er hins veg­ar stjórn­ar­inn­ar og mér er til efs að þar hafi framtíðar­hags­mun­ir flokks­ins verið hafðir að leiðarljósi. Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórn­in alla.

Í störf­um mín­um sem óháður þingmaður utan flokka mun ég halda áfram bar­áttu fyr­ir þeim mál­efn­um og áhersl­um sem ég lofaði kjós­end­um í aðdrag­anda alþing­is­kosn­ing­anna 2017,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ólafs sem hann sendi á fjöl­miðla í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert