Rannsakað sem mögulegt siðabrotamál

00:00
00:00

For­seti Alþing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, greindi frá því við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag að mál þing­manna, sem viðhöfðu gróft orðlag um samþing­menn sína og aðra á bar í miðborg Reykja­vík á dög­un­um, væri komið í viðeig­andi far­veg hjá for­sæt­is­nefnd þings­ins sem mögu­legt siðabrota­mál. Þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu sem hann las upp.

Stein­grím­ur greindi einnig frá því að for­sæt­is­nefnd hefði í hyggju að leita ráðgef­andi álits siðanefnd­ar Alþing­is. Þá bað for­seti Alþing­is aðra þing­menn en þarna komu að máli, aðstand­end­ur þeirra, starfs­menn þings­ins, kon­ur, fatlaða, hinseig­in fólk og þjóðina alla af­sök­un­ar fyr­ir hönd þings­ins. Stein­grím­ur sagði sér nauðugur sá kost­ur en um leið rétt og skylt að fara nokkr­um orðum um málið enda hafi það vakið út­breidda og eðli­lega hneyksl­un.

„Orðbragð sem þarna virðist sann­ar­lega hafa verið viðhaft er óverj­andi og óafsak­an­legt. Ekki síst er það með öllu óverj­andi og úr takti við nú­tíma­lega viðhorf hvernig þarna var fjallað um kon­ur og hlut kvenna í stjór­mál­um og einnig fatlaða og hinseg­in fólk. Það er löngu tíma­bært og lýðræðiskipu­lag­inu lífs­nauðsyn­legt í nú­tím­an­um að út­rýma öllu ómenn­ing­ar­tali af þessu tagi úr stjórn­mál­um og þar verðum við öll að leggja okk­ar að mörk­um.“

Stein­grím­ur sagðist líta svo á að trú­verðug­leiki Alþing­is, sem að sjálf­sögðu bæri þó ekki ábyrgð sem slíkt á „óráðshjali þing­manna utan veggja þing­húss­ins held­ur þeir sjálf­ir“, lægi engu að síður í því að tekið væri á mál­inu í fullu sam­ræmi við al­var­leika þess. Sagðist hann heita því að það yrði gert. Málið væri þegar komið í far­veg af hálfu for­sæt­is­nefnd­ar. Tek­in hafi verið ákvörðun um það á fundi nefnd­ar­inn­ar sem fram fór í dag.

„Að öðru leyti von­ar for­seti og óháð þessu að við get­um sinnt okk­ar störf­um og rækt okk­ar skyld­ur sem mest ótruflað af þess­um ólánsat­b­urði. Lífið held­ur áfram og það gera störf Alþing­is Íslend­inga einnig. For­seti fer fram á að við hlíf­um okk­ur sjálf­um og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu. Sam­kvæmt lög­um, regl­um og stjórn­skipu­lagi Alþing­is heyra mál af þessu tagi und­ir for­sæt­is­nefnd og þar er málið þegar á dag­skrá eins og áður sagði. For­seti vill að lok­um upp­lýsa að yf­ir­lýs­ing þessi er flutt að und­an­gengnu sam­ráði við for­menn allra þing­flokka.“

Bók­un for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is:

„For­sæt­is­nefnd hef­ur fengið til meðferðar er­indi Al­bertínu Friðbjarg­ar Elías­dótt­ur, Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, Hönnu Katrín­ar Friðriks­son, Helgu Völu Helga­dótt­ur, Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar, Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur og Þor­steins Víg­lunds­son­ar er lýt­ur að niðrandi um­mæl­um þing­manna á bar 20. nóv­em­ber sl. um þing­menn og aðra þekkta ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu, og greint hef­ur verið frá í fjöl­miðlum síðustu daga.

For­sæt­is­nefnd ákveður að taka málið til at­hug­un­ar vegna mögu­legra brota á siðaregl­um fyr­ir alþing­is­menn. Einnig ákveður for­sæt­is­nefnd að óska þess að ráðgef­andi siðanefnd komi sam­an til að und­ir­búa um­fjöll­un um málið og álit sem for­sæt­is­nefnd verði lát­in í té sem allra fyrst í sam­ræmi við 4. og 16. gr. siðareglna fyr­ir alþing­is­menn, sbr. álykt­an­ir Alþing­is 23/​145 og 18/​148. Hlut­verk siðanefnd­ar­inn­ar er sam­kvæmt 1. mgr. 16. gr. að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátt­erni sínu brotið gegn hátt­ern­is­skyld­um sín­um og meg­in­regl­um um hátt­erni, sbr. 5. gr. siðareglna fyr­ir alþing­is­menn.

Jafn­framt samþykk­ir for­sæt­is­nefnd að afla nán­ari upp­lýs­inga frá þeim þing­mönn­um sem lagt hafa fram er­indið um nán­ari af­mörk­un, eft­ir því sem þörf kref­ur, svo að leggja megi það form­lega fyr­ir siðanefnd, sbr. regl­ur um meðferð er­inda og málsmeðferð sam­kvæmt siðaregl­um fyr­ir alþing­is­menn. Enn frem­ur mun for­sæt­is­nefnd beina því til þeirra sex alþing­is­manna sem um­fjöll­un­in hef­ur snúið að, að frá þeim komi skrif­leg grein­ar­gerð þeirra um málið í sam­ræmi við 2. og 3. mgr. 17. gr. siðaregln­anna.

For­sæt­is­nefnd fel­ur for­seta, og eft­ir at­vik­um skrif­stofu þings­ins, að ganga svo frá mál­um næstu daga að er­indið fái sem skjót­asta meðferð í siðanefnd­inni þannig að for­sæt­is­nefnd­in geti tekið end­an­lega af­stöðu til máls­ins eins og henni er skylt sam­kvæmt siðaregl­un­um og þingsköp­um Alþing­is.

Hvað viðkem­ur um­mæl­um fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra um eig­in embættis­at­hafn­ir þá er um að ræða fram­kvæmd­ar­valds­at­hafn­ir sem snúa að ákvörðunum sem hann tók tveim­ur árum áður en siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn tóku gildi. Þá er ljóst að for­sæt­is­nefnd fjall­ar ekki um siðaregl­ur ráðherra.“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í ræðustól við upphaf þingfundar …
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, í ræðustól við upp­haf þing­fund­ar í dag. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert