„Stórkostlegt rannsóknarefni“

Frá leiklestri á Klaustursupptökunum í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem …
Frá leiklestri á Klaustursupptökunum í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem fullt var út úr dyrum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fullt var út úr dyr­um í kvöld þegar leik­hóp­ur Borg­ar­leik­húss­ins las hluta af sam­tali þing­mann­anna sex sem sátu að sumbli á barn­um Klaustri 20. nóv­em­ber. Með leik­lestr­in­um vildi leik­húsið sinna hlut­verki sínu að varpa ljósi á sam­fé­lags­leg mál­efni.

Fátt hef­ur verið um annað rætt síðustu daga en sam­tal sex­menn­ing­anna sem ræddu menn og mál­efni með hætti sem flest­um þykir óviðeig­andi, á sama tíma og fjár­lög voru til um­fjöll­un­ar á þing­inu. Á Klaust­urs­upp­tök­un­um svo­kölluðu er meðal ann­ars rætt um út­lit stjórn­mála­kvenna, gáfnafar og and­lega eig­in­leika.

For­seti Alþing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, greindi frá því við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag að mál þing­mann­anna væri komið í viðeig­andi far­veg hjá for­sæt­is­nefnd þings­ins sem mögu­legt siðabrota­mál.

Vildu setja málið í sam­hengi fyr­ir al­menn­ing

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son, sem leik­stýrði leik­lestr­in­um, seg­ir að til­gang­ur­inn með leik­lestr­in­um hafi verið að setja frétt­ir síðustu daga í sam­hengi fyr­ir al­menn­ing. „Þetta eru frétt­ir út um allt með alls kon­ar fyr­ir­sögn­um og fólk kemst kannski ekki í gegn­um alla miðla og frétt­irn­ar héldu svo áfram að koma eft­ir að við lokuðum hand­rit­inu,“ seg­ir Berg­ur, en hand­ritið var alls fjöru­tíu síður.

Um leik­lest­ur­inn sáu Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir, Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir, Þór­unn Arna Kristjáns­dótt­ir og Hilm­ar Guðjóns­son og ákvað Berg­ur að snúa kynja­hlut­verk­un­um við, meðal ann­ars til þess að fjar­lægja þetta per­són­un­um sjálf­um sem eiga þarna í stað, það er þing­mönn­um Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins.

Tilgangurinn með leiklestrinum var að setja fréttir síðustu daga í …
Til­gang­ur­inn með leik­lestr­in­um var að setja frétt­ir síðustu daga í sam­hengi fyr­ir al­menn­ing. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þeir sem á hlýddu ráku oft­ar en ekki upp hlát­ur, sem kann að vekja furðu þar sem niðrandi um­mæli eru fyr­ir­ferðamik­il í sam­tal­inu. Berg­ur seg­ir það hins veg­ar eðli­legt. „Hlát­ur er nátt­úru­legt viðbragð við alls kon­ar aðstæðum en við á sviðinu reynd­um að ein­beita okk­ur að því að flytja þenn­an texta.“  

Hlut­verk leik­húss­ins að bregðast við 

Hlut­irn­ir hafa þró­ast hratt síðustu daga og seg­ir Berg­ur að leik­hóp­ur­inn hafi spurt sig fyr­ir helgi hvort það væri tíma­bært að lesa upp sam­talið. „En þar sem við erum að setja frétt­irn­ar í ákveðið sam­hengi, í ákveðna tíma­línu um það hvernig þetta sam­tal átti sér stað, er ég al­gjör­lega viss um það að við sem leik­hús átt­um að bregðast við og setja þetta í sam­hengi.“

Að leik­lestr­in­um lokn­um fóru fram pall­borðsum­ræður þar sem fræðimenn og fjöl­miðlamenn ræddu sam­talið og orðræðuna í kring­um það síðustu daga. „Það er aug­ljóst að þeir fræðimenn sem voru við pall­borðið eru sam­mála um það að þetta sé stór­kost­legt rann­sókn­ar­efni, bæði í póli­tík, sögu, fem­in­ísk­um fræðum, kynja­fræðum og mann- og fé­lags­fræði, að ná þessu sam­tali sem ónefnd mann­eskja ákvað að taka upp á bar og deila með okk­ur hinum,“ seg­ir Berg­ur.

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Unni …
Berg­ur Þór Ing­ólfs­son leik­stjóri ásamt leik­kon­un­um Sigrúnu Eddu Björns­dótt­ur, Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur og Þór­unni Örnu Kristjáns­dótt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Full­trú­ar hverra eru þeir sem tala svona?

Hann er hins veg­ar sann­færður að eft­ir kvöldið standi hann, og sam­fé­lagið allt, uppi með fleiri spurn­ing­ar en svör. „En við vit­um meira.“ Berg­ur er samt sem áður ekki viss um hvernig umræðan muni þró­ast næstu daga.

„Við erum að fjalla um fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Íslands og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Íslands þannig að þarna er fólk sem haldið hef­ur á mestu völd­um í land­inu að tala sam­an um annað fólk sem haldið hef­ur á mest­um völd­um í land­inu um tíma. Það hlýt­ur að varða okk­ur öll, hvernig kaup­in ganga á eyr­inni, hvernig hrossa­kaup­in eru þar, auk tals­mát­ans sem er skelfi­leg­ur inn­an þessa þrönga hóps. Ég er að von­ast til þess að verði ein­hver vakn­ing, að fólk fari að vanda sig bet­ur,“ seg­ir Berg­ur.

Eitt er þó víst að hans mati. „Ég held að fæst­ir vilji vera þetta fólk í þessu „leik­riti“. Svo get­um við spurt okk­ur áfram, í þessu full­trúa­lýðræði, full­trú­ar hverra eru þeir sem tala svona? Hver vill hafa þá áfram sem sína full­trúa sem tala niður til kven­fólks, fatlaðra og niður til allra annarra en þeirra sjálfra?“  

Löng röð myndaðist við innganginn á Litla svið Borgarleikhússins í …
Löng röð myndaðist við inn­gang­inn á Litla svið Borg­ar­leik­húss­ins í kvöld. Einnig var streymt frá leik­lestr­in­um í and­dyri leik­húss­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri ásamt leikurunum Hilmi Guðjónssyni og Þuríði …
Berg­ur Þór Ing­ólfs­son leik­stjóri ásamt leik­ur­un­um Hilmi Guðjóns­syni og Þuríði Blæ Jó­hanns­dótt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert