„Geta þau sinnt störfum sínum?“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, velti því fyr­ir sér í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag hvort þing­menn­irn­ir sem komu við sögu í Klaust­urs­mál­inu svo­nefnda gætu sinnt störf­um sín­um á Alþingi. Sagðist hún frek­ar telja ástæðu til þess að spyrja þeirr­ar spurn­ing­ar en hvort þing­menn­irn­ir ættu að segja af sér þing­mennsku.

Þing­menn­irn­ir sem um ræðir eru Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Gunn­ar Bragi Sveins­son, Bergþór Ólason og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, frá Miðflokkn­um, og Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ísleifs­son sem nú standa utan flokka en voru þá í Flokki fólks­ins.

„Þeim ber að sækja þing­fundi og nefnd­ar­fundi. Þeim ber að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt gagn­vart ráðherr­um lands­ins. Þeim ber að vanda til verka við laga­setn­ingu og setja sig inn í mál, hlusta á þá gesti sem mæta fyr­ir nefnd­ir og eiga í sam­starfi við aðra þing­menn og ráðherra,“ sagði hún og bætti við að aðeins hefði verið fjallað um um­mæli þing­mann­anna um op­in­ber­ar per­són­ur en ekki til dæm­is starfs­menn þings­ins sem þyrftu að þola návist þeirra.

„Tölv­an bil­ar, þing­mál þarf að út­búa, upp­lýs­ing­ar þarf að veita — margt af þessu fólki hef­ur síðustu daga spurt sig og okk­ur: Hvernig tala þau um mig? Við skul­um einnig vera meðvituð um það að sumt af því sem sagt var hef­ur ekki verið birt vegna þess hversu ósæmi­legt það þótti. Ekk­ert þeirra get­ur beint fyr­ir­spurn að hæst­virt­um mennta­málaráðherra, enda tel ég hana ekki þurfa að svara níðing­um sem að henni vógu með sví­v­irðileg­um hætti. “

Vísaði hún þar til Lilju Al­freðsdótt­ur. „Þing­kon­an sem mátti þola hvort tveggja rang­ar sak­argift­ir og van­v­irðandi um­mæli um sig á ekki að þurfa að þola nokk­ur ein­ustu sam­skipti við þetta fólk. Þá eru ótald­ir þeir gest­ir sem stöðu sinn­ar vegna mæta fyr­ir þing­nefnd­ir. Þeir eiga held­ur ekki að þurfa að þola návist þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert