Indigo-menn mættir til landsins

Þota WOW air á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni.
Þota WOW air á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur frá fjár­fest­inga­fé­laginu Indigo Partners, sem hyggst festa kaup á hlut í WOW air, kom til landsins nú í morgun og mun funda í dag með forsvarsmönnum WOW air samkvæmt heimildum mbl.is.

Meðal þeirra sem taka þátt í viðræðunum í dag er William (Bill) Aug­ust­us Fran­ke, einn stofnenda Indigo Partners og sjálfkrýndur konungur lággjaldaflugferða.

Greint var frá því á fimmtudaginn í síðustu viku að samkomulag hefði náðst milli Skúla Mo­gensen, eig­anda WOW air, og Indigo Partners um að félagið fjár­festi í WOW air og barst sú tilkynning inn­an við sól­ar­hring eft­ir að slitnað hafði upp úr viðræðum um kaup Icelanda­ir Group á WOW air. Eru kaup Indigo Partners bundin fyrirvara um áreiðan­leika­könn­un, líkt og fyrirhuguð kaup Icelandair Group hefðu verið.

Hversu stóran hlut félagið hefur hug á að kaupa hefur hins vegar ekki verið gert opinbert, en Morgunblaðið greindi frá því morgun að Indigo Partners geti aldrei orðið meiri­hluta­eig­andi að WOW air, að minnsta kosti ekki á meðan það er rekið á ís­lensku flugrekstr­ar­leyfi. Því ráði ákvæði í reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og Evr­ópuráðsins „um sam­eig­in­leg­ar regl­ur um flugþjón­ustu í Banda­lag­inu“, eins og hún er nefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert