Miðflokkur dytti út af þingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

Sam­fylk­ing og Sjálf­stæðis­flokk­ur mæl­ast með um 21 pró­sents fylgi í nýrri könn­un Zenter-rann­sókna fyr­ir Frétta­blaðið og fretta­bla­did.is. 

Könn­un­in var fram­kvæmd 3.-4. des­em­ber. Sam­kvæmt könn­un­inni mæl­ist fylgi Miðflokks­ins 4,3 pró­sent eða rúm­lega þriðjung­ur kjör­fylg­is hans. Fylgi við flokk­inn mæl­ist 1,5 pró­sentu­stig­um hærra á lands­byggðinni. Sé miðað við efri vik­mörk mæl­ing­ar­inn­ar myndi flokk­ur­inn fá jöfn­un­arþing­menn en nær hvergi kjör­dæma­kjörn­um þing­manni.

Sam­fylk­ing tek­ur stökk

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 21,4 pró­sent og kem­ur Sam­fylk­ing­in næst með 20,8 pró­sent. Sá fyrr­nefndi tap­ar um fjór­um pró­sentu­stig­um frá kosn­ing­um en sá síðar­nefndi bæt­ir við sig tæp­um níu. Pírat­ar mæl­ast þriðji stærsti flokk­ur lands­ins með 14,4 pró­sent og bæta við sig fimm pró­sentu­stig­um.

VG er með 12,7 pró­sent en flokk­ur­inn fékk tæp sautján í kosn­ing­un­um. Viðreisn mæl­ist með 9,1 pró­sent en fékk 6,7 í kosn­ing­um og Fram­sókn­ar­flokk­ur mæl­ist með 8,5 pró­sent, fékk 10,7 pró­sent í kosn­ing­un­um. Flokk­ur fólks­ins mæl­ist svo með 5,7 pró­sent, fékk 6,9 í kosn­ing­un­um 2017. 

Sjá frétt­ina í heild á vef Frétta­blaðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert