Íbúi Reykjanesbæjar fann sprengjuodd þegar hann var að taka til uppi á háalofti hjá sér í gær. Hann hafði samband við lögregluna sem mætti á staðinn.
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í framhaldinu kölluð á vettvang til þess að skoða og fjarlægja oddinn, sem var frá varnarliðinu. Hann reyndist vera óvirkur og hættulaus, að því er kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Lögreglan hvetur fólk til að ganga varlega um hluti sem þessa þar sem saga þeirri og virkni sé óþekkt.