Meirihluti þingmanna á Alþingi vill að sexmenningarnir sem tóku þátt í umræðum á barnum Klaustri í lok nóvember segi af sér. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði og greint er frá í dag.
Er 31 þingmaður sagður vilja að sexmenningarnir segi af sér. 18 svöruðu ekki spurningunni og einn taldi ekki þörf á afsögn. Segir blaðið marga þingmannanna hafa talið rétt að svara ekki spurningunni heldur bíða niðurstöðu siðanefndar þingsins.
Blaðið náði ekki í 7 þeirra 57 þingmanna sem ekki tóku þátt í umræðunum á Klaustri þetta umrædda kvöld.