Kom Þorsteini ekki á óvart

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mb.is/Kristinn Magnússon

„Ég ætla ekk­ert að tjá mig sér­stak­lega um mál Ágúst­ar. Það hef­ur bara sinn gang og er auðvitað bara jafn sorg­legt og hitt,“ seg­ir Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is, en hann sagði aðspurður í Viku­lok­un­um á Rás 1 í morg­un um mál Ágúst­ar Ólafs Ágústs­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að það hefði því miður ekki komið sér á óvart að mál af svipuðum toga og Klaust­urs­málið kæmi upp í fram­hald­inu. Ágúst hlaut áminn­ingu trúnaðar­nefnd­ar flokks síns fyr­ir að áreita konu kyn­ferðis­lega í byrj­un síðasta sum­ars og fara síðan sær­andi orðum um hana þegar hún hafnaði hon­um.

Varðandi Klaust­urs­málið seg­ir Þor­steinn: „Við í Miðflokkn­um ætl­um okk­ur að snúa þessu kyrfi­lega við í okk­ar röðum. Það er auðvitað full­kom­lega mál að linni.“ Vís­ar hann til tals­máta þing­manna sem sátu fund á barn­um Klaustr­inu í síðasta mánuði þar sem farið var ósæmi­leg­um orðum um ýmsa ein­stak­linga. Svona tal eigi sér alltof víða stað og ljósið í myrkr­inu sé að þetta mál verði von­andi til þess að koma því kyrfi­lega fyr­ir að slíkt eigi sér hvergi stað. Aðspurður seg­ir hann að málið sé þannig í raun birt­ing­ar­mynd stærra vanda­máls og horfa þurfi á málið í stærra sam­hengi sé vilji til þess að taka á því vanda­máli.

Al­menn­ing­ur eðli­lega sár og reiður

„Þetta er til því miður og með því er ég ekki að gera lítið úr þessu til­tekna máli. En þetta er ein­fald­lega stærra vanda­mál en þetta ein­staka mál. Við í Miðflokkn­um ætl­um að taka á þess­um mál­um inn­an okk­ar flokks, eins og Sig­mund­ur [Davíð Gunn­laugs­son, formaður flokks­ins] sagði strax í byrj­un, og við mun­um gera það,“ seg­ir Þor­steinn.

„Ég er ekk­ert hissa á því að al­menn­ing­ur sé sár og reiður og hrygg­ur yfir þess­um frétt­um enda er það bara eðli­legt. Við þing­menn og aðrir kjörn­ir full­trú­ar erum í þeirri stöðu hvort sem við erum í vinn­unni eða ann­ars staðar, hvort sem við erum inn­an um annað fólk eða ekki. Ég vona bara, og það er kannski ljósið í myrkr­inu, að þetta mál verði til þess að koma því kyrfi­lega fyr­ir að svona lagað ger­ist ekki. Það er mín von.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert