Óviss hvort málið eigi erindi við siðanefnd

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Spurð hvort hún telji rétt að mál Ágúst­ar Ólafs Ágústs­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, verði tekið fyr­ir af siðanefnd Alþing­is, seg­ir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna að hún hafi ekki ígrundað málið í þaula. Í lok nóv­em­ber gerði Rósa og fleiri þing­menn, þar á meðal Ágúst, kröfu um að um að siðanefnd fjallaði um Klaust­urs­málið.

Ágúst greindi frá því á Face­book í gær að hann hefði í síðustu viku fengið áminn­ingu frá trúnaðar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vegna fram­komu sinn­ar í garð konu í byrj­un síðasta sum­ars. Hann seg­ist hafa áreitt hana kyn­ferðis­lega og þegar hún hafi hafnað hon­um hafi hann farið sær­andi orðum um hana. Hann hyggst taka sér tveggja mánaða leyfi frá þing­störf­um og leita sér aðstoðar að eig­in sögn.

„Í fljótu bragði finnst mér vera ákveðinn eðlis­mun­ur á þess­um mál­um. Það sem Ágúst grein­ir frá ger­ist ekki á  vett­vangi þings­ins og á meðan þingið starfaði, líkt og það sem gerðist á Klaust­ur­bar. Mál hans fór í gegn­um ákveðið ferli inn­an hans stjórn­mála­flokks, í gegn­um trúnaðar­nefnd Sam­fylk­ing­ing­ar­inn­ar. Hegðun þing­manna er engu að síður und­ir þegar kem­ur að siðaregl­um.“

„Ég myndi vilja sjá viðlíka nefnd­ir eins og trúnaðar­nefnd inn­an allra stjórn­mála­flokka á Íslandi, því þær eru mik­il­vægt viðbragð við me too bylgj­unni.“

Hún seg­ir að í ljósi þess að stjórn Flokks fólks­ins hafi rekið tvo þing­menn úr flokkn­um vegna Klaust­urs­máls­ins sé aug­ljós þörf fyr­ir trúnaðar­nefnd­ir inn­an flokka. Að auki tel­ur hún já­kvætt að flokk­ur­inn hafi tekið á mál­inu með fag­leg­um hætti og að Ágúst hafi axlað ábyrgð á sín­um gjörðum.

Í siðaregl­um Alþing­is er í 5. grein meðal ann­ars kveðið á um að þing­menn skuli ekki kasta rýrð Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni og í 7. grein að þing­menn skulu í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störf­um virðingu, en m.a. á grund­velli þess­ar­ar reglu var farið fram á það af hópi þing­manna, þar á meðal Rósu og Ágústi, að Klaust­urs­málið yrði tekið fyr­ir af siðanefnd Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert