Persónuvernd með Klausturmál í skoðun

Samtal sex þingmanna tveggja stjórnmálaflokka var hljóðritað í miðborg Reykjavíkur …
Samtal sex þingmanna tveggja stjórnmálaflokka var hljóðritað í miðborg Reykjavíkur án þeirra vitneskju. mbl.is/​Hari

„Það er verið að skoða þetta mál í heild sinni hjá Persónuvernd í ljósi þessara nýjustu upplýsinga,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til Klausturmálsins svonefnda þar sem hópur sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins hittist á knæpu í miðborg Reykjavíkur 20. nóvember síðastliðinn. Fundurinn var hljóðritaður án þeirra vitneskju og í kjölfarið lekið til fjölmiðla. Sá sem stóð að upptökunni steig í gær fram undir nafni, Bára Halldórsdóttir.

Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra hæstaréttarlögmenn vegna upptökunnar. Einn þeirra sagði Báru vera að útsetja sig fyrir að þurfa að taka afleiðingum þess að hljóðrita fólk án þess vitundar. Annar sagði upptöku sem þessa, af þjóðþekktum einstaklingum í almenningi, vera svipaða og að taka ljósmynd af manni úti á götu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert