Sögðu virðingu Alþingis vera misboðið

Íslendingar sýndu Finnum mikinn stuðning 1. des. 1939.
Íslendingar sýndu Finnum mikinn stuðning 1. des. 1939.

Aðeins einu sinni í sögu Alþing­is hef­ur það gerst að þorri þing­manna hef­ur tekið sig sam­an um að sniðganga ákveðna þing­menn vegna þess að þeim blöskraði fram­koma þeirra og viðhorf.

Þetta var vet­ur­inn 1939 til 1940 þegar stuðning­ur þriggja þing­manna Sósí­al­ista­flokks­ins við árás Sov­ét­ríkj­anna á Finn­land í lok nóv­em­ber 1939 gekk fram af öll­um al­menn­ingi hér á landi, að því er fram kem­ur í upp­rifj­un þessa máls i Morg­un­blaðinu í dag.

Hvort þetta muni end­ur­taka sig gagn­vart þing­mönn­un­um sem ollu hneyksli á Klaustri bar á dög­un­um er eft­ir að koma í ljós, en það hef­ur komið til tals. Litið var á Finna sem bræðraþjóð Íslend­inga og breytt­ust full­veld­is­hátíðar­höld­in í Reykja­vík 1. des­em­ber þetta ár í fjöl­menna sam­komu til stuðnings Finn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert