Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan 10.
Ljóst er að stjórnarandstaðan er sundruð eftir málið meðan ríkisstjórnin er nokkuð þétt á velli og ætla þau Katrín og Friðjón að spá í spilin sem hefur verið kastað upp í loft og hvernig kapallinn leggst þegar storminn lægir.
Þátturinn verður í beinni útsendingu á K100 og hér á mbl.is klukkan 10:00.