Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað.
Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, við mbl.is.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði staðfest komu sína á fundinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði boðað forföll. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, gáfu ekki svar við beiðni um að mæta til fundarins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.