„Hef verið kurteis hingað til“

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mb.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins.

Hann sagðist hafa að minnsta kosti fjórum sinnum komið í pontu og óskað eftir svari við fyrirspurn sinni frá 26. febrúar um hverjir keyptu 3.600 íbúðir af Íbúðalánasjóði og greiddu fyrir það 57 milljarða króna. Hvaða einstaklingar, hvaða fyrirtæki og hverjir áttu fyrirtækin.

Þorsteinn sagðist ekki hafa orðið þess var að félagsmálaráðherra hafi óskað eftir fresti til að svara fyrirspurninni. Hann sagði ástandið vera þannig að ráðherra og hans fólk að sé greinilega að „reyna að kreista út úr Persónuvernd þóknanlega afstöðu til þessarar fyrirspurnar“. Bætti hann við að Persónuvernd sé þegar búin að lýsa yfir hlutleysi sínu og að það megi birta upplýsingarnar.

Jón Þór Þorvaldsson.
Jón Þór Þorvaldsson. mbl.is/Eggert

Fleiri þingmenn Miðflokksins stigu í pontu á eftir Þorsteini og tóku undir orð hans. „Á bak við þetta eru 3.600 íbúðir og 3.600 fjölskyldur sem misstu heimili sín,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson og benti á að samkvæmt reglum eigi svarið að berast innan 15 daga. Birgir Þórarinsson bætti við: „Það er ekki hægt að álykta annað en hér sé verið að fela eitthvað.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði réttast að tekin yrði afstaða vegna málsins í forsætisnefnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði þá að búið að væri að taka málið upp í nefndinni og þess vegna hafi verið leitað aðstoðar forseta í málinu. „Þetta mál er ekki einsdæmi þegar kemur að upplýsingaöflun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert