Spurði um hærri laun hjúkrunarfræðinga

Björn Leví Gunnarsson.
Björn Leví Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Sérstaklega minntist hann á hjúkrunarfræðinga og sagði hann að kostnaðurinn við að manna stöður þeirra væri mikill.

Hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að því hvort ekki væri betra að greiða hjúkrunarfræðingum hærri laun til að laga vandann. Vísaði hann til að þess að þegar laun lækna hækkuðu batnaði mönnunarvandi þeirra. „Það má leiða til ákveðinnar fylgni þar á milli,“ sagði hann.

Bjarni sagði hárrétt að mönnunarvandi væri til staðar í heilbrigðiskerfinu. Geri megi ráð fyrir því að vandinn fari vaxandi eftir því sem þjóðin eldist. Hann sagði kjör stéttarinnar að sjálfsögðu skipta máli og nefndi að þau hafi stórbatnað á undanförnum árum. Bjarni taldi vandann þó ekki bara bundinn við Ísland því á hinum Norðurlöndunum vantaði þúsundir ef ekki tugi þúsunda hjúkrunarfræðinga.

„Vandinn er stærri og hann þarf að leysa með margþættum úrræðum.“

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert