Lukku-Láki og Ástríkur fá endurgreitt

Ritröðin um Lukku-Láka mun flokkast sem bók en ekki tímarit.
Ritröðin um Lukku-Láka mun flokkast sem bók en ekki tímarit.

Fyrsta grein frumvarps um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í morgun með 59 atkvæðum gegn tveimur. Allsherjar- og menntamálanefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra; meðal annars að ritraðir séu skilgreindar sem bók, ekki tímarit.

Með ritröð er t.d. átt við bókaseríur sem innihalda bækur sem koma út reglulega undir sama nafni, númeraðar eða ónúmeraðar, t.d. bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna og Ástrík, og eiga slíkar ritraðir ekki að teljast til tímarita,“ kemur fram í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar.

Í frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að endurgreiða 25 prósent kostnaðar við útgáfu bóka á íslensku.

Fram kemur hjá allsherjar- og menntamálanefnd að markmiðið sé að efla útgáfu bóka á íslensku til að vernda íslenskt mál sem eigi undir högg að sækja. Auk þess að efla læsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert