Lukku-Láki og Ástríkur fá endurgreitt

Ritröðin um Lukku-Láka mun flokkast sem bók en ekki tímarit.
Ritröðin um Lukku-Láka mun flokkast sem bók en ekki tímarit.

Fyrsta grein frum­varps um stuðning við út­gáfu bóka á ís­lensku var samþykkt á Alþingi í morg­un með 59 at­kvæðum gegn tveim­ur. Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd lagði til nokkr­ar breyt­ing­ar á frum­varpi mennta­málaráðherra; meðal ann­ars að ritraðir séu skil­greind­ar sem bók, ekki tíma­rit.

Með ritröð er t.d. átt við bókaserí­ur sem inni­halda bæk­ur sem koma út reglu­lega und­ir sama nafni, núm­eraðar eða ónúm­eraðar, t.d. bæk­ur á borð við Lukku-Láka, Tinna og Ástrík, og eiga slík­ar ritraðir ekki að telj­ast til tíma­rita,“ kem­ur fram í nefndaráliti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar.

Í frum­varp­inu er lagt til að heim­ilt verði að end­ur­greiða 25 pró­sent kostnaðar við út­gáfu bóka á ís­lensku.

Fram kem­ur hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd að mark­miðið sé að efla út­gáfu bóka á ís­lensku til að vernda ís­lenskt mál sem eigi und­ir högg að sækja. Auk þess að efla læsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert