Miðflokkurinn tapar mestu fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 40,3% samkvæmt nýrri könnun MMR.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 40,3% samkvæmt nýrri könnun MMR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi ís­lenskra stjórn­mála­flokka sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un MMR. Flokk­ur­inn er með tæp­lega 23% fylgi sem er um einu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 16,9% og Píratar eru með 14,4% fylgi.

Miðflokkurinn tapar mestu fylgi en hann mælist með 5,9% fylgi, samanborið við 13,1% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mælist 12,9%, Viðreisn er með 8,5% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 12.5% fylgi og bætir hann við sig fimm prósentustigum frá síðustu könnun. Flokkur fólksins mælist með 4,2% og tapar hann 3,4 prósentustigum. 

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst lítillega, 40,3% segjast styðja ríkisstjórnina, samanborðið við 39,9% í síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd 5.-11. desember og var heildarfjöldi svarenda 975 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert