Vika er langur tími í pólitík

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/​Hari

Vika er liðin frá því að Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, birti á Face­book-síðu sinni yf­ir­lýs­ingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kyn­ferðis­lega síðasta sum­ar og í kjöl­farið fengið áminn­ingu frá trúnaðar­nefnd flokks­ins í lok nóv­em­ber. Skömmu síðar steig kon­an fram og sagði Ágúst hafa reynt að fegra málið.

Fram kom í yf­ir­lýs­ingu Ágústs að hann hefði hitt kon­una á veit­inga­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur í júní og eft­ir sam­ræður þar hafi þau farið á vinnustað kon­unn­ar og haldið þar spjall­inu áfram. Sagðist hann hafa nálg­ast kon­una tví­veg­is og spurt hvort þau ættu að kyss­ast. Hún hafi hafnað því með skýrri neit­un og hann brugðist við með sær­andi orðum um hana.

Kon­an hafi að sögn Ágústs því næst beðið hann að yf­ir­gefa vinnustað henn­ar sem hann hafi gert. Kon­an hafi nokkru seinna haft sam­band við hann og greint frá upp­lif­un sinni og hann beðið hana af­sök­un­ar en hún ákveðið að leita til trúnaðar­nefnd­ar­inn­ar. Sagðist Ágúst hafa ákveðið að leita sér aðstoðar og fara í tveggja mánaða ólaunað leyfi frá þing­störf­um.

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Logi Már Ein­ars­son, sagði í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Ágústs við mbl.is að hann virti ákvörðun­ina um að greina frá mál­inu og hvernig hann hygðist bregðast við því. Logi vildi hins veg­ar ekki svara því með bein­um hætti hvort hann teldi að Ágúst ætti að segja af sér þing­mennsku eða hvort málið ætti heima hjá for­sæt­is­nefnd Alþing­is.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist í sam­tali við mbl.is að hún vonaði að Ágúst hefði fengið samþykki kon­unn­ar áður en hann birti yf­ir­lýs­ingu sína. Sagðist hún gera ráð fyr­ir því. Það væri á hans ábyrgð. Líkt og Logi vildi hún ekki svara því hvort hún teldi að Ágúst ætti að segja af sér eða hvort málið ætti er­indi við for­sæt­is­nefnd þings­ins.

Fjallað var um það á mbl.is síðasta laug­ar­dag að Ágúst hefði verið í upp­haf­leg­um hópi þing­manna sem sent hefði ra­f­rænt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is um mánaðar­mót­in þar sem farið var fram á að nefnd­in tæki fyr­ir Klaust­urs­málið svo­kallað. Þegar er­indið var síðan sent inn form­lega á papp­írs­formi hefði nafn hans hins veg­ar verið horfið af list­an­um.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri-grænna og einn þeirra þing­manna sem vísuðu Klaust­urs­mál­inu til for­sæt­is­nefnd­ar, upp­lýsti í kjöl­farið að Ágúst hefði í millitíðinni óskað eft­ir því að nafn hans yrði fjar­lægt af mál­inu af ótil­greind­um per­sónu­leg­um ástæðum. Ágúst óskaði eft­ir því um viku áður en yf­ir­lýs­ing hans birt­ist eft­ir að hann hafði verið áminnt­ur.

Katrín Júlí­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­formaður og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í út­varpsþætt­in­um Þing­vell­ir á K100 síðasta sunnu­dag að hún teldi að máli Ágústs ætti að vera lokið með af­greiðslu trúnaðar­nefnd­ar flokks­ins. Taldi hún eðlis­mun á mál­inu og Klaust­urs­mál­inu þar sem mál Ágústs væri aðeins at­vik á milli tveggja ein­stak­linga.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Golli

Kon­an sem Ágúst áreitti, Bára Huld Beck, steig fram á þriðju­dag­inn og greindi frá sinni hlið á mál­inu í pistli á frétta­vefn­um Kjarn­an­um hvar hún starfar sem blaðamaður, en áreiti Ágústs átti sér stað í hús­næði fjöl­miðils­ins. Sagðist hún hafa verið til­neydd að stíga fram þar sem Ágúst hefði ákveðið að gera málið op­in­bert og gera mun minna úr því en til­efni væri til.

Greindi Bára frá því að Ágúst hefði margít­rekað reynt að kyssa hana þrátt fyr­ir að hún neitaði hon­um um það. Bára sagði enn­frem­ur að í hvert sinn sem hún hefði neitað hon­um hefði hann niður­lægt hana með ýms­um hætti. Meðal ann­ars með tali um vits­muni henn­ar og út­lit. Þetta hafi ekki verið mis­heppnuð viðreynslu held­ur ít­rekuð áreitni og niður­læg­ing.

Þá hafi Ágúst ekki yf­ir­gefið vinnustað Báru þegar hún bað hann um það, líkt og hann hélt fram í yf­ir­lýs­ingu sinni, held­ur hefði hún á end­an­um þurft að fylgja hon­um ákveðin út með þeim orðum að hún treysti sér ekki til þess að vera í sama rými og hann. Hann hafi ekki látið segj­ast og haldið áfram þving­andi áreitni sinni í henn­ar garð í lyft­unni á leiðinni út.

Bára greindi einnig frá því að hún hefði ákveðið að hafa sam­band við Loga Má þar sem Ágúst virt­ist ekki ætla að taka á mál­inu á neinn hátt, en fyrst í stað hafi gengið erfiðlega að ná í Ágúst vegna þess. Hún hafi greint Loga frá mála­vöxt­um og hann bent henni á trúnaðar­nefnd­ina sem hún hafi í kjöl­farið haft sam­band við 19. sept­em­ber. 

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eft­ir að frá­sögn Báru lá fyr­ir hafði mbl.is sam­band við Loga Má sem tók und­ir það að mun­ur væri á frá­sögn­um þeirra. Aðspurður vildi Logi ekki tjá sig um yf­ir­lýs­ingu Ágústs og mun­inn á henni og frá­sögn Báru að öðru leyti en því að Ágúst bæri ábyrgð á yf­ir­lýs­ingu sinni. Spurður hvort Ágúst gæti snúið aft­ur á þing vildi Logi held­ur ekki tjá sig um það.

Frá­sögn Báru varð til þess að Ágúst tjáði sig um málið aft­ur á Face­book en þá hafði ekki náðst í hann í síma þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. Sagði hann að ætl­un­in hefði ekki verið að rengja Báru, en mun­ur­inn á frá­sögn þeirra skýrðist af ólíkri upp­lif­un. Í frá­sögn Báru sagði hún Ágúst ekki hafa gert nein­ar at­huga­semd­ir við lýs­ingu henn­ar fyr­ir trúnaðar­nefnd­inni.

Heiða Björg var spurð af mbl.is í gær hvort afstaða henn­ar til máls Ágústs hefði breyst eft­ir að Bára birti frá­sögn sína, sem væri afar ólík lýs­ingu Ágústs, og svaraði hún því til að það breytti ekki fyrri um­mæl­um henn­ar um málið. Heiða sagði um síðustu helgi að hún vonaði að yf­ir­lýs­ing Ágústs hefði verið birt með samþykki Báru sem reynd­ist ekki vera raun­in.

Formaður trúnaðar­nefnd­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Guðrún Ögmunds­dótt­ir borg­ar­full­trúi flokks­ins og fyrr­ver­andi þingmaður hans, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að hún vilji ekki tjá sig um mál Ágústs. „Nei, við tjá­um okk­ur ekk­ert. En ef svo væri þá kem­ur það bara í ljós síðar.“ Guðrún hafði áður sagt að gögn nefnd­ar­inn­ar væru ekki gerð op­in­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert